,,Ég átti ekki von að veiða lax þegar ég fór Hraunsfjörðinn að í gær,“ sagði veiðimaðurinn Grétar Arndal Kristjónsson frá Hellissandi sem fór að veiða í Hraunsfirði og fékk lax 1.apríl og það var ekki aprílgabb.
,,Ég veiddi laxinn og litla bleikju sem ég sleppti aftur. Laxinn var 57 sentimetrar og þeir tóku fluguna Heimasætuna eins og bleikjan. Á flóðinu í gær var ég að reyna að veiða bleikju en það kom lax líka. Það var kalt þarna,“ sagði Grétar Arndal i lokin.
Mynd. Grétar Arndal Kristjónsson með laxinn sem hann veiddi í Hraunfirðinum.