fbpx
Miðvikudagur 27.nóvember 2024
Fókus

Sóli Hólm deilir gleðifregnum: „Ég er auðvitað í skýjunum“

Auður Ösp
Fimmtudaginn 30. nóvember 2017 19:00

Sólmundur Hólm

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þó ég sé ekki lengur með krabbamein er engu að síður stórt verkefni framundan. Ég stend uppi sem feitur sköllóttur maður, með ekkert þrek og litla orku. Allt eru þetta þó þættir sem tíminn mun bæta og auðvitað ég sjálfur með tilheyrandi æfingum,“ segir Sólmundur Hólm Sólmundsson fjölmiðlamaður en hann er nú laus við krabbamein sem hann greindist með í júlí síðastliðnum. Sólmundur, betur þekktur sem Sóli Hólm deilir þessum gleðitíðindunum á facebooksíðu sinni við mikinn fögnuð.

Sóli greindir frá því í október síðastliðnum að hann hefði greinst með Hodgkins eitlakrabbamein í sumar. Hefur hann síðan þá sótt lyfjameðferð á tveggja vikna fresti frá 1. ágúst og fór í þá seinustu þann 6. nóvember síðastliðinn. Í síðustu viku fór hann síðan til Kaupmannahafnar í PET-skanna og fékk niðurstöður úr honum síðdegis í fyrradag.

„Þessi skönnun sýndi að þeir eitlar sem voru stútfullir af krabbameini hafa ýmist minnkað eða hreinlega horfið. Það sem er þó öllu mikilvægara er að engin krabbameinsvirkni mældist eða sást neinsstaðar. Það þýðir einfaldlega það að ég er ekki lengur með krabbamein og lyfjameðferðin er formlega búin. Hvað ætlið þið að gera í því? Eitlarnir sem eftir eru halda svo áfram að minnka þó lyfjameðferð sé lokið,“

ritar Sóli og bætir við að hann eigi í raun erfitt með að trúa því að þessum kafla sé nú lokið.

Sóli Hólm ásamt unnustu sinni Viktoríu Hermannsdóttur.
Sóli Hólm ásamt unnustu sinni Viktoríu Hermannsdóttur.

Mynd: Þoregeir Ólafs

„Þetta er búið að reyna á en eins klisjukennt það hljómar þá hefur jákvæðnin haldið mér gangandi í gegnum allt ferlið sem og allt það frábæra fólk sem ég hef í mínu lífi. Það er nefnilega rosalega mikilvægt og gott meðal í svona veikindum að umgangast nær eingöngu fólk sem þér finnst skemmtilegt og nærandi félagsskapur.“

Sóli gantast þó með það að nú geti hann ekki lengur nýtt veikindin sér til góðs.

„Ég er auðvitað í skýjunum með að vera laus við krabbameinið en ég verð að viðurkenna að það er eitt sem ég kem til með að sakna. Það er hið svokallaða cancer card, það er að nota krabbameinið sem afsökun til að sleppa við að gera hitt og þetta. Ég hef aðallega notað krabbameinskortið innan heimilisins og oft verið „allt of slappur“ til að taka úr þvottavélinni og henda í þurrkarann. Þess vegna mætti segja að krabbameinið hafi lent jafnvel enn meira á Viktoríu en mér að sumu leyti.“

Með færslunni deilir Sóli ljósmynd sem sem Baldur Kristjánsson tók af honum í upphafi og enda ferlisins. Sú fyrri er tekinn daginn áður en Sóli hóf lyfjameðferð og sú síðari er tekinn daginn eftir að hann fékk þær gleðifregnir að hann væri krabbameinslaus. Líkt og vænta má er ekki langt í húmorinn hjá Sóla.

„Leiðinleg staðreynd að ég leit töluvert betur út með krabbamein en án þess.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Umpólun Snorra?
Fókus
Fyrir 3 dögum

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni

Skipulögð brotastarfsemi mikið áhyggjuefni
Fókus
Fyrir 4 dögum

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna

Endaði á spítala og í hjólastól eftir atriði í klámmynd – Mætt fyrir framan myndavélarnir degi seinna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“

Dularfull eftirlýsing lögreglunnar á Norðurlandi vestra vekur athygli – „Ætlið þið að vera með skemmtiatriði hjá þeim sem svara?“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“

Gleymið Bjarna og kökuskreytingunum – nú er það Bjarnapitsa – „Sjáið drenginn, hann á ekkert að vera að vinna á þingi“