Veðurspáin næstu daga er kuldaleg, norðanátt segja veðurfræðingar. Í fyrramálið byrjar vorveiðin og spáin er alls ekki góð næstu daga. Bara kuldi en veiðimenn ætla samt að fara til veiða strax á fyrsta degi og reyna við birtinginn en það hlýnar.
Það er víða hægt að renna en mest fyrir austan og líka upp í Leirársveit í Leirá og í Leirvogsá. Leigutakar biðja menn að ganga sérstaklega vel um svæðin og passa sig á þessum erfiðu tímum. Best að sleppa öllum fiski sem menn veiða en það er til lítils að vera að hirða fisk sem kemur að engu gangi.
En veiðin byrjar í fyrramálið og við skulum sjá hvernig gengur. Það þarf að klæða sig vel, en vorveiðin er að byrja í kuldalegu veðri.
Mynd. Kuldalegt við Tungulæk sem byrjar í fyrramálið. Mynd GB