fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Listakonan Elísabet Ásberg fagnar tímamótum

Verur hafsins á sýningu í Reykjanesbæ

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 2. september 2017 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Verkin mín hafa ætíð verið tengd vatnsflæðinu og óendanleikunum eins og hringrás lífsins,“ segir listakonan Elísabet Ásberg. Hún opnaði sýninguna Glyttur á Ljósanótt sem stendur yfir núna um helgina í Reykjanesbæ. Sýningin er í salnum Gryfjan í Duushúsum og stendur til 15. október næstkomandi.

Elísabet ólst upp í bænum til 16 ára aldurs og þó að hún sé löngu flutt í burtu segir hún að henni þyki alltaf vænt um sinn heimabæ og langaði að sýna nýja listaverkalínuna í fyrsta sinn þar.

„Í ár eru tímamót hjá mér, ég er orðin fimmtug og þar sem ég hélt ekki upp á afmælið, langaði mig að sýna nýju línuna í staðinn. Þau eru ný fæðing, nýtt upphaf. Ég er alltaf Keflvíkingur þó ég búi ekki lengur hér, og alltaf þegar ég kem hingað þá er vel tekið á móti mér og ég fæ svo mikinn stuðning. Hann hjálpar mér alltaf í verkum mínum, bæði áður og einnig núna á þessum tímamótum.“

Sýningin Glyttur

„Glyttur fókusar á verurnar sem búa í hafinu. Þetta er minn huglægi sjávarheimur,“ segir Elísabet. „Við og þær deilum þessari jörð, en búum í sitt hvorum heiminum. Þær geta ekki búið í okkar heimi, né við í þeirra, þannig að það er gaman að skyggnast í þeirra heim. Þetta eru mínar marglyttur, ígulker, straumar og slíkt.“

Sýningin var ár í vinnslu og var unnin með hliðsjón af salnum sem hún er sýnd í, Gryfjunni. „Í honum er allt svart og hann var eins og búinn til fyrir mig, ég elska svart og að stíga inn í salinn, er eins og að stíga inn í annan heim.“
Ómur hljómar á sýningunni, eins og gestir séu undir sjónum. Og auk verkanna er hægt að sjá myndband með Elísabetu þegar hún verkin fyrir sýninguna.

Af hverju vatnið?

„Ég hef alltaf verið heilluð af vatninu,“ segir Elísabet. „Ég er fiskur, ég átti bæði börnin mín í vatni og tók engin lyf, vatnið var „lyfin“ mín og ég trúi að vatn sé mjög heilandi fyrir mann.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 4 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu

Fór í trekant með eiginkonunni og nágrannanum – Það rústaði hjónabandinu