fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025

Fávitar á tímum COVID-19, að mati Piers Morgans: „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“

Ritstjórn Bleikt
Mánudaginn 30. mars 2020 23:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski fjölmiðlamaðurinn Piers Morgan verður seint þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum. Heimsfaraldur COVID-19 hefur dregið fram margt fallegt í samfélagi manna en Piers þykir mikilvægt að rýna meinta góðmennsku og hjálpsemi þekktra einstaklinga með gagnrýnum augum. Hann skrifaði því fyrir Mailonline grein þar sem hann útnefndir 20 einstaklinga sem sérstök COVID-fífl.

Þessir eru COVID-19 fífl að mati Piers Morgans, jafnvel Cóvitar ef svo mætti komast að orði. 

1 Gal Gadot

Piers tilnefndir Wonderwoman leikkonuna Gal Gadot sem eitt af COVID-19 fíflunum 20 fyrir myndband hennar þar sem hún syngur lagið Imagine ásamt öðrum þekktum stjörnum. „Burt séð frá hryllilegum söngnum og skammarlausri sjálfsupphafningu þá samdi John Lennon lagið um heim án landamæra og eigna, svo það að sjá stjörnur, sem eru margfaldir milljónamæringar, syngja það frá lúxus heimilum sínum er alveg sérstök hræsni.“

https://www.instagram.com/tv/B95M4kNhbzz/?utm_source=ig_embed

 

Madonna

Piers tilnefnir söngkonuna Madonnu fyrir framlag hennar í baráttunni gegn COVID-19. Madonna deildu myndbandi af sér þar sem hún lág í baðkari fullu af rósablöðum og var umkringd kertum. Skilaboðin hennar áttu að vera þau að við værum öll jöfn í augum veirunnar.

„Einmitt já. Ég get rétt ímyndað mér að aðeins kostnaðurinn vegna kertanna hennar gætu fætt heilbrigðisstarfsmann í sex mánuði,“ skrifaði Piers.

Covin bræðurnir

„Sem óku um bandaríkin og sönkuðu að sér 17 þúsund flöskum af handspritti og var síðar bannað að selja þau á netinu. Þessir eigingjörnu, gráðugu asnar þurfa að sótthreinsa á sér heilann, ef slíkur er einu sinni til staðar“

Trump

Piers útnefnir Trump fyrir að hafa mitt í faraldri tekið sig til og montað sig af góðum áhrifstölum og sent skilaboð frá forsetaskrifstofu sinni þar sem aðstoðarmenn hans sáust standa mun nærri hver öðrum en tvo metra.

Boris Johnson

„Sem fyrir þremur vikum montaði sig af því að hann hefði heimsótt spítala sem var undirlagður af COVID-19 sjúklingum og tekið þar í eins margar hendur og hann mögulega gat,“ skrifar Piers og bendir svo á að í dag þurfi Johnson að sinna störfum sínum af heimili sínu því hann er með COVID-19 og er í einangrun.

 

6 Háskólanemendur í vorleyfi (e. spring-break)

Í Bandaríkjunum tíðkast að háskólanemendur fái frí í upphafi vors sem gjarnan er nýtt fyrir hörku skemmtanahald á sólríkum svæðum landsins. Piers segir þá nemendur sem brugðu sér í slíkar ferðir í ár, þrátt fyrir hættuástandið séu í sérflokki. „Nemendur sem fylktust á strendurnar í Flórída og virtu að vettungi öll ráð til að koma í veg fyrir smit og sneru svo aftur heim úr fríinu til að smita og mögulega drepa aldraða ættingja sína. Ég veit ekki hvert sameiginlegt orð er fyrir mjög stóran hóp af sjálfselskum, ónærgætnum fávitum en getum við kalla þá COVIDfífl ?“

Idris Elba

Piers gagnrýnir Idris Elba því líkt og aðrir á þessum lista hafi hann sent skilaboð um nauðsyn öryggis og varfærni alveg án þess að gera sér grein fyrir forréttindastöðu sinni

„Vandamáli var að með því að gera þetta þá vakti hann athygli á hversu rangt það er þegar stjörnur eins og hann hafa aðgang að rándýrum einkaprófum þegar flestir heilbrigðisstarfsmenn hafa ekki einu sinni aðgang þeim.“

Cardi B

Cardi B fær einnig slæma útreið frá Piers fyrir forréttindablindu sína: „Að garga á samfélagsmiðlum að hún sé að „missa fukkin vitið því ég vill geta farið í fokkin rándýru fötunum mínum út úr húsi“ var sérstaklega ógeðfellt“

Sam Smith

Piers virðist ekki hafa mikið álit á Sam Smith og fannst innlegg hans í COVID-19 umræðuna ansi veiklulegt og aumt.

„Sem tók sér tíma frá stöðugum uppfærslum um kynvitund háns til að deila myndbandi af sér sjálfu frá lúxus heimili sínu þar sem hán hafði smá höfuðverk og greindi frá því hversu áskorandi þetta ástand gæti verið verið fyrir fólk eins og hán og grét yfir hversu hræðilegur sóttkvíar kvíði háns væri.“

10 Vanessa Hudgens

Leikkonan Vanessa Hudgens olli úlfúð þegar hún kallaði áhyggjur af veirunni bull og vitleysu og skildi ekki af hverju fólk var að æsa sig yfir því. Piers skilur hins vegar vel hvers vegna fólk var að æsa sig yfir því. „Fröken Hudgens þarf sko virkilega að halda kjafti“

11 Bono

Piers gefur lítið fyrir baráttukveðjur söngvarans í hljómsveitinni U2 til Ítala en hann samdi lag og tileinkaði það Ítölum og heilbrigðisstarfsmönnum. „Eins og einn gagnrýnandinn komst svo vel að orði „Hafa Ítalir ekki þjáðst nóg?““

12 Jaret Leto

Leikarinn Jaret Leto kvaðst hafa komið af fjöllum þann 17. mars þegar hann sneri heim úr tólf daga hugleiðsluferð og uppgötvaði kórónuveirufaraldinnPiers gefur lítið fyrir þá skýringu.

Leto deildi þessu þann 17. mars sem þýðir að hann lagði af stað í ferðina þann 5. mars en þá höfðu mörg fylki bandaríkjanna þegar lýst yfir neyðarástandi og yfirvöld gefið út ferðaviðvaranir“

https://www.instagram.com/p/B90q7dpAnHW/

13 David Geffen

Milljarðamæringurinn David Geffen deildi mynd af sér úr einangrun á samfélagsmiðlun. Einangrunin hans fer fram á rándýrri lúxus snekkju og væsir því ekki um hann.  Í texta með myndinni bað hann fylgjendur sína að gæta vel að öryggi.

Piers finnst þetta enn eitt dæmið um moldríkan forréttinda einstakling. „Við erum að reyna það Dave, en því miður eiga ekki allir 590 milljóna dollara snekkju til að fela sig í. Ef þú vilt í alvörunni að við séum örugg, þá ættirðu kannski að selja snekkjuna þína og gefa andvirðið til þeirra sem hafa ekki efni á því að vera öryggir og jafnvel ekki efni á mat“

14 Drake

Tónlistarmaðurinn Drake deildi einmanalegu myndskeiði  úr sjálfseinangrun. Þar má sjá körfuboltavöll á heimili hans sem er í fullri stærð.

„Margir geta sennilega tengt við þetta, til dæmis tíu manna fjölskylda í þröngu húsrými í fátæktarhverfunum.“

15 Jaime King

Piers hjólar í leikkonuna Jaime King fyrir að hafa þakkað fyrir kórónuveiruna en hún deildi myndskeiði þar sem talað var um hvað kórónaveiran ætti þakkir skilið fyrir að hjálpa almenning að forgangsraða og sjá lífið í stærra samhengi. – „Hvað í fjandanum? Veiran hjálpar okkur yfir í rúm á gjörgæsludeild og sýnir okkur hvernig við getum dáið – fávitinn þinn“

 

16 Evangeline Lilly

Leikkonan úr the AvengersEvangeline Lilly, deildi því á samfélagsmiðlum að hún virði ekki samkomubann þar sem hún vegi frelsi sitt og fjölskyldu sinnar meira heldur en lífið. „sumir meta lífið sitt meira en frelsið sitt, en aðrir meta frelsið sitt meira en lífið. Við höfum öll val.“

„Já og sumt fólk metur greinilega óskammfeilna heimsku fram yfir rökhugsun, er það ekki Evangeline?,“ segir Piers þá á móti.

17 Elon Musk

Teslamaðurinn sjálfur Elon Musk, hefur gjarnan komið sér í bobba fyrir óviðeigandi tíst. Nú á dögunum tísti hann að honum þætti hræðslan við kórónuveiruna heimskuleg og hún væri til þess að drepa rökhugsun.  „Nei Elon, það er er heimskulegt er hrokafullur og illa upplýstur milljarðamæringur sem með öllu hunsar ákaflega raunverulegar og rökréttar áhyggjur yfir lífshættulegri veiru sem eyðileggur líf og hagkerfi út um allan heiminn.

18 Kim Kardashian og Taylor Swift

Piers segir um þær stöllur að þær eigi skilið fávita stimpilinn : „Því þær halda að einhverjum á jörðinni sé ekki slétt sama um barnalegt rifrildi þeirra um þessar mundir „Okkur er alveg sama, svo þegið þið báðar!“.“

19 Gwyneth Paltrow

Gwyneth Paltrow lék eitt sinn í mynd sem bar nafnið Contagion, eða á íslensku Smit. Hún deildi því mynd af sér með sóttvarnargrímu með textanum „Ég er nú þegar búin að leika í þessari mynd“ Þetta fannst Piers ekki fyndið grín.

„Þetta er ekki kvikmynd fröken Paltrow, þetta er raunveruleikinn“

https://www.instagram.com/p/B9BxGPqFfpw/?utm_source=ig_embed

20 Hertoginn og Hertogaynjan í Sussex

Piers segir að á meðan aðrir meðlimir konungsfjölskyldunnar hafi staðið sína plikt með prýði á þessum fordæmalausu tímum þá hafi hertoginn og hertogaynjan í Sussex hins vegar ekki gert það. Á meðan aðrir í fjölskyldunni sýndu stuðning og töluðu fyrir þeim sem minna mega sín þá hafi hertogahjónin í Sussex flogið með rándýrum einkaflugvélum til að leita sér að hentugu lúxusheimili á ströndinni í Malibu. Þeim hafi þótt nægjanlegt að senda bresku þjóðinni stutt skilaboð þar sem þau báðu að heilsa heilbrigðisstarfsmönnum og sendu þeim kveðju frá Ameríku.

„Ég vil ekki heyra eitt einasta orð í viðbót frá þessum gífurlega sjálfumglaða tvíeyki þar sem af lifir faraldursins.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

England: Arenal tapaði stigum í Brighton

England: Arenal tapaði stigum í Brighton
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni

Willum skoraði í öruggum sigri – Með flotta tölfræði í deildinni
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Pressan
Fyrir 15 klukkutímum

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina

Læknir segir að þessar fæðutegundir bæti einbeitinguna og heilastarfsemina
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“

Salah kom mörgum á óvart með þessu svari – ,,Við erum mjög góðir vinir“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum

Launin hjá félaginu vekja mikla athygli – Einn maður langefstur á toppnum

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.