Þá er loksins kominn tími á að tilkynna að vorveiðin í Leirvogsánni hefst þann 1.apríl og lýkur 30.maí. Svæðið hefur verið stundað vel og hefur skapað sér gríðarmikilla vinsælda. Þetta er frábær kostur fyrir stangaveiðifólk sem vilja njóta útiverunnar við fallega á og taka úr sér hrollinn, nógu erfiður hefur þessi vetur verið og þungir tímar sem hafa tekið á okkur öll.
Mikil eftirspurn hefur verið eftir vorveiði í Leirvogsá enda fallegir sjóbirtingar og góð veiði oft á tíðum. Leirvogsá er með einkar sterkan sjóbirtingsstofn og hafa náðst birtingar þarna upp að 15 pundum, algeng stærð á sjóbirtingnum í ánni er 60-70 sm.
Seldar eru 2 stangir saman á tímabilinu. Verðinu er stillt í hóf og veitt er daglega frá 07:00-13:00 og svo aftur frá 15:00-21:00. Veitt er á flugu eingöngu og öllum fiski sleppt. Veiðisvæðið nær frá veiðihúsinu í landi Norður Grafar og niður að ós.