fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Byrjendur á miðjum aldri

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 19. janúar 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við höfum fylgst með Julie Delpy verða fullorðinni í sólarlagsmyndum Linklaters og á síðustu árum höfum við séð hana verða að ágætis leikstjóra líka. Delpy reynir ekki að flýja aldurinn heldur tekst á við hann fullum fetum.

Hér segir frá tveimur miðaldra konum sem fara í heilsulind og kynnast óhjákvæmilega tveimur piparsveinum. Framan af er eins og að um leiðarvísi fyrir byrjendur á fimmtugsaldri sé að ræða. Nei, maður getur ekki fengið eyðni af því að kyssa einhvern og já, það að sýna sig með stóran fisk virkar.

Myndin virðist vera einhvers konar óttafantasía manneskju sem ekki tekst að sameina það að vera bæði ástkona og móðir.

Frúin snýr síðan heim með karlinn í eftirdragi og kynnir hann fyrir tvítugum syni sínum. Allt er hér búið í haginn fyrir þroskaða gamanmynd um það þegar mamma ákveður að byrja upp á nýtt á miðjum aldri. En því miður fer raunsæið fljótt út um gluggann. Sonurinn reynist djöfull í mannsmynd, Damien í Omen á fullorðinsárum, og sættir sig ekki við að stía þeim í sundur heldur ákveður að leggja líf mannsins í rúst líka. Þetta gerir hann ekki vegna erfiðrar æsku, heldur beitti hann sömu brögðum á föður sinn af engri sérstakri ástæðu.

Það er ekki oft sem maður er látinn vona að móðir segi skilið við barn sitt fyrir fullt og allt, og þegar við bætist að vinkonan þolir heldur ekki dóttur sína virðist hér komin einhvers konar óttafantasía manneskju sem ekki tekst að sameina það að vera bæði ástkona og móðir. Kannski ferst Delpy ekki svo vel að kljást við aldurinn eftir allt saman, og sem leikstjóri hefur henni oft tekist betur upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“