fbpx
Sunnudagur 24.nóvember 2024
Fókus

Þrjú börn á þremur árum og sérherbergi fyrir hvert og eitt

María Gomez nýtur þess að skapa börnum sínum fallegt umhverfi en leggur líka áherslu á að þau læri að taka til

Margrét Gústavsdóttir
Sunnudaginn 17. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að eignast þrjú börn á tveimur árum og sjö mánuðum er ákveðið þrekvirki. Að búa þeim svo falleg sérherbergi og fá þau til að taka reglulega til í þeim er ekki síður magnað.

Ferðamálafræðingurinn, bloggarinn og fagurkerinn María Gomez býr á Álftanesi ásamt eiginmanni sínum og fjórum börnum. Það elsta er átján ára en litla hjörðin telur tvo stráka, þriggja og fjögurra ára, og eina stelpu sem er tveggja ára.

Þegar fjölskyldan flutti í nýtt húsnæði á Álftanesinu höfðu þau hjónin það að leiðarljósi að gera heimilið nýtískulegt og fallegt, án þess að tilkostnaðurinn yrði allt of mikill.

Tjaldið saumaði María sjálf með talsverðum herkjum. „Þetta var alls ekki eins auðvelt og margir myndu halda. Ég fann þessar bambusstangir í blómabúð og fór svo að baksa við að setja þetta saman. Það mistókst mörgum sinnum áður en ég fékk tjaldið til að standa. Krökkunum finnst gaman að leika sér við að láta bangsa í tjaldið og svoleiðis, þetta er kannski aðallega til skrauts,“ segir María kankvís.
Heimasaumað bangsatjald Tjaldið saumaði María sjálf með talsverðum herkjum. „Þetta var alls ekki eins auðvelt og margir myndu halda. Ég fann þessar bambusstangir í blómabúð og fór svo að baksa við að setja þetta saman. Það mistókst mörgum sinnum áður en ég fékk tjaldið til að standa. Krökkunum finnst gaman að leika sér við að láta bangsa í tjaldið og svoleiðis, þetta er kannski aðallega til skrauts,“ segir María kankvís.

„Ég keypti fyrstu íbúðina mína árið 2011. Þá tók ég hana alveg í gegn og seldi svo einu og hálfu ári síðar fyrir talsvert hærri upphæð. Svo endurtókum við maðurinn minn leikinn þegar við seldum húsnæðið okkar í Garðabæ og fluttum hingað á Álftanes. Mér finnst ótrúlega gaman að taka húsnæði í gegn og fegra án mikils tilkostnaðar. Hlutirnir þurfa ekki endilega að kosta svo mikið og oft er hægt að gera miklar breytingar til hins betra án þess að það kosti handlegg,“ segir María.

„Reynir Leo er sjálfur mjög hrifinn af svarta og hvíta litnum og hann bað sjálfur um að fá að hafa fjall á veggnum sínum. Við skoðuðum myndir saman á netinu og svo völdum við þessa útkomu sem er að mestu gerð með málningarteipi og svo fríhendis.“
Bað um fjöll „Reynir Leo er sjálfur mjög hrifinn af svarta og hvíta litnum og hann bað sjálfur um að fá að hafa fjall á veggnum sínum. Við skoðuðum myndir saman á netinu og svo völdum við þessa útkomu sem er að mestu gerð með málningarteipi og svo fríhendis.“

Mynd: Maria Gomez

Of mikið drasl og dót skapar áreiti fyrir börnin

Spurð að því hvað skipti mestu máli þegar kemur að barnaherbergjum segir hún mikilvægt að karakter barnsins fái að njóta sín.

„Svo finnst mér mikilvægt að hafa herbergin einföld. Ekki drasl og myndir úti um allt. Það getur orðið svo mikið áreiti fyrir börnin. Þau hafa dótið sitt í hirslum, vita hvar það er og hvar á að ganga frá því. Allt á sínum stað. Börnin hafa heldur ekki gott af því heldur að það sé allt í drasli hjá þeim,“ segir María sem skikkar krílin sín til að taka til eftir hvern leik.

Reynir Leo elskar Batman og allt sem honum viðkemur en í stað þess að plasta  herbergið í Hollywood-plakötum ákvað mamma hans að velja heldur „Minimalískt skandinavískt batmandót“ eins og hún kallar það. Sjálfur er Reynir Leo hæstánægður. Veifurnar saumaði María sjálf en Batman-klukkan fyrir framan skýið svarta kemur úr Epal.
Minimalískt skandinavískt batmandót Reynir Leo elskar Batman og allt sem honum viðkemur en í stað þess að plasta herbergið í Hollywood-plakötum ákvað mamma hans að velja heldur „Minimalískt skandinavískt batmandót“ eins og hún kallar það. Sjálfur er Reynir Leo hæstánægður. Veifurnar saumaði María sjálf en Batman-klukkan fyrir framan skýið svarta kemur úr Epal.

„Þau þekkja þetta hvort sem er af leikskólanum. Þar verða þau að ganga frá kubbunum sínum áður en næsti leikur fer í gang. Það er fínt að sömu reglur gildi heima og á leikskólanum. Það verður bara minni ruglingur. Með þessu næ ég líka oftast að halda herbergjunum mjög snyrtilegum. En auðvitað verða þau að fá að njóta sín líka í herbergjunum sínum. Svo þurfa þau að vita að hver og einn á sitt herbergi. Mikael, elsti strákurinn minn, vill til dæmis bara fá að vera í friði í herberginu sínu. Hann þolir ekki þegar litla systir kemur inn og rústar öllu. Núna er þetta mál einmitt efst á blaði, að kenna þeim að virða pláss hvort annars. Þetta er auðvitað alltaf stöðug barátta á milli þessara þriggja,“ segir hún og hlær.

„Þessi skúta kemur frá manninum mínum en afi hans gaf honum hana stuttu eftir að hann fermdist … maðurinn minn það er að segja. Við höfum mikið reynt að fá upplýsingar um skútuna en það er erfitt því bæði afinn og aðrir sem gætu vitað eitthvað um hana eru farnir yfir móðuna miklu. Þessi gripur er að minnsta kosti sjötíu ára.“
Dularfulla seglskútan „Þessi skúta kemur frá manninum mínum en afi hans gaf honum hana stuttu eftir að hann fermdist … maðurinn minn það er að segja. Við höfum mikið reynt að fá upplýsingar um skútuna en það er erfitt því bæði afinn og aðrir sem gætu vitað eitthvað um hana eru farnir yfir móðuna miklu. Þessi gripur er að minnsta kosti sjötíu ára.“
„Mikael fékk ekki að ráða miklu í herberginu sínu enda hafði hann ekki neinar skoðanir á þessu. Við ákváðum að gera líka fjöll í herbergið hans en þessi eru mikið einfaldari því við þurftum ekki að gera útlínur fyrir toppana.“
Mikael þriggja ára „Mikael fékk ekki að ráða miklu í herberginu sínu enda hafði hann ekki neinar skoðanir á þessu. Við ákváðum að gera líka fjöll í herbergið hans en þessi eru mikið einfaldari því við þurftum ekki að gera útlínur fyrir toppana.“
Maríu finnst skemmtilegt að nota fyrstu skó barnanna sinna til að skreyta með. Mikael litli var hins vegar ekkert hrifinn af þessari klukku. Þoldi ekki hljóðið í henni og hætti ekki að kvarta fyrr en mamman tók rafhlöðurnar úr.
Tifið í klukkunni Maríu finnst skemmtilegt að nota fyrstu skó barnanna sinna til að skreyta með. Mikael litli var hins vegar ekkert hrifinn af þessari klukku. Þoldi ekki hljóðið í henni og hætti ekki að kvarta fyrr en mamman tók rafhlöðurnar úr.

Mynd: M. Gomez

Gólfmottan og loftljósið koma úr versluninni Laura Ashley en hillurnar á veggnum eru úr Rúmfatalagernum. Stelpubíllinn kemur úr versluninni Petit sem er í miklu uppáhaldi hjá Maríu.
Sérherbergi Viktoríu Ölbu, tveggja ára. Gólfmottan og loftljósið koma úr versluninni Laura Ashley en hillurnar á veggnum eru úr Rúmfatalagernum. Stelpubíllinn kemur úr versluninni Petit sem er í miklu uppáhaldi hjá Maríu.

Mynd: M. Gomez

Mynd: M. Gomez

„Maðurinn minn er ekkert allt of hrifinn af þessari brúðu sem kemur úr versluninni Hrím. Hún er líka pínu óhugnanleg, kannski.“
Brúðan óhugnanlega „Maðurinn minn er ekkert allt of hrifinn af þessari brúðu sem kemur úr versluninni Hrím. Hún er líka pínu óhugnanleg, kannski.“
María segir það ekki hafa verið jafn vandasamt verk að líma þessar doppur á vegginn og margir myndu ætla. Þær fást í versluninni poster.is en þar keypti María líka svarta skýið á veggnum í herbergi Reynis Leos, krossana og fleira skemmtilegt skraut. Hún kaupir mikið af veggskrauti á innlendum og erlendum vefsíðum.
Doppóttur veggur María segir það ekki hafa verið jafn vandasamt verk að líma þessar doppur á vegginn og margir myndu ætla. Þær fást í versluninni poster.is en þar keypti María líka svarta skýið á veggnum í herbergi Reynis Leos, krossana og fleira skemmtilegt skraut. Hún kaupir mikið af veggskrauti á innlendum og erlendum vefsíðum.
María Gomez ásamt börnum sínum Reyni Leo, fjögurra ára, Mikael, þriggja ára, og Viktoríu Ölbu, tveggja ára.
Með krílin þrjú María Gomez ásamt börnum sínum Reyni Leo, fjögurra ára, Mikael, þriggja ára, og Viktoríu Ölbu, tveggja ára.
María leggur áherslu á að börnin samræmi reglur um frágang í herberginu við það sem tíðkast í leikskólanum.
Kaggi og veifur í herbergi Mikaels María leggur áherslu á að börnin samræmi reglur um frágang í herberginu við það sem tíðkast í leikskólanum.

Fylgið blogginu hennar Maríu á www.paz.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“

„Maður þarf bæði að leyfa henni að vera og fara, sorginni“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna

Prestur rekinn eftir að hafa hleypt Sabrinu Carpenter inn í kirkjuna
Fókus
Fyrir 4 dögum

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það

Matarbloggari kom upp um framhjáhald og hafði ekki hugmynd um það
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“