Þessi teikning er gerð af hinni einstöku Lóu Hjálmtýsdóttur sem birtir myndir sínar undir yfirskriftinni Lóaboratoríum. Þær má finna á þessari síðu.
Það er ekki margt til að hlæja að þessa dagana – fréttir eru daprar, skelfilegar, yfirþyrmandi, síbylgjulegar.
En í myndum Lóu er að finna spaug, leik, mannskilning – hún fjallar oft um hvað við erum gölluð og skrítin en getum líka verið alveg ágæt.
Þær mættu fara víðar myndirnar hennar – stundum eru þær alveg á heimsmælikvarða, gætu sómt sér í fjölmiðlum út um allan heim.
Myndin sem hér fylgir með fangar þessa skrítnu tíma sérlega vel – á mjög broslegan hátt.
Er ekki hægt að segja að maður tengi?
(Birt með leyfi Lóu.)