,,Við opnum Leirá í Leirársveit 1.apríl nk. og það verður spennandi að sjá hvernig gengur,“ sagði Stefán Sigurðsson en það styttist í að vorveiðin hefjist fyrir alvöru og veiðimenn komist loksins í veiði.
Erfiður vetur stendur ennþá yfir og annað sem herjar á þjóðina. Þess vegna er best að fara varlega en gott að komast aðeins út og renna fyrir fiska.
,,Minnivallarlækur opnar 1.apríl og hann hefur oft gefið vel í upphafi tímabilsins,“ sagði Þröstur Elliðason og bætti við. ,, Fiskurinn er vænn í Minnivallarlæknum en lækurinn er vandveiddur,“ sagði Þröstur ennfremur.
Biðin styttist með hverjum deginum og víða hægt að renna fyrir fisk í byrjun. Þar má nefna Varmá, Tungufljót, Tungulækur. Geirlandsá og Vatnamótin svo eitthvað góðgæti sé tínt til.
Útiveran er góð, veturinn hefur verið erfiður en allt tekur enda. Þess vegna er gott að komast út aðeins og renna fyrir fisk. Og muna eftir að sleppa öllum fiski í vorveiðinni.
Mynd. Vorveiðin er að byrja.