fbpx
Föstudagur 29.nóvember 2024
Fókus

Kári: Hefði drepið níðingana með berum höndum

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 26. september 2017 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolbrún Bergþórsdóttir hitti Kára Stefánsson á heimili Ara, sonar hans, tengdadóttur og ungra dætra þeirra á Seltjarnarnesi. Í viðtalinu ræðir Kári meðal annars um stjórnmálin. Hér að neðan birtist brot úr viðtalinu sem er að finna í helgarviðtali DV:

Hvernig lýst þér á pólitíska ástandið eins og það er þessa stundina?

„Mér finnst það býsna dapurlegt. Ég átta mig ekki almennilega á því hvernig menn settu saman þessa ríkisstjórn sem nú var að segja af sér. Ég átta mig heldur ekki almennilega á því á hvaða forsendum menn rufu þessa ríkisstjórn. Mér finnst að að baki þessu búi heldur moðkenndar hugsanir. Svo maður fari ekki út í að ræða þessi barnaníðingsmál sem eru í sjálfu sér alltof flókin

Ég viðurkenni að vísu fúslega að ef annar hvor þessara níðinga sem menn eru að tala um núna hefði veist að afkomendum mínum þá hefði ég ósköp einfaldlega drepið hann með berum höndum. En við búum í réttarríki og við erum ekki með dauðarefsingu. Einn af hornsteinum þessa réttarríkis er að þegar menn eru búnir að taka út sína refsingu þá eigi þeir að fá mannréttindi. Að vísu finnst manni gjörsamlega fáránlegt að kalla eitthvað í þessu „uppreist æru“ vegna þess að maður sem hefur níðst á barni fær aldrei æru sína aftur og á ekki að fá hana aftur. Ekki í þessu lífi og ekki í neinu lífi.

Ég viðurkenni að vísu fúslega að ef annar hvor þessara níðinga sem menn eru að tala um núna hefði veist að afkomendum mínum þá hefði ég ósköp einfaldlega drepið hann með berum höndum.

Það hefði mátt taka á þessum málum á annan hátt en gert var af hálfu stjórnvalda en þetta er ekki ástæða til að rjúfa ríkisstjórn. Mér finnst það barnalegt og heimskulegt. Þarna láta menn skrýtnar tilfinningar bera sig ofurliði. En ég hefði getað séð margar aðrar ástæður til að rjúfa þessa ríkisstjórn. Ég hefði viljað að þessi ríkisstjórn hefði endurskoðað fimm ára áætlun ríkisfjármála og sett aukið fé í heilbrigðiskerfið og menntakerfið.“

Þú ert mjög pólitískur í hugsun.

„Nú skil ég bara alls ekki hvað þú ert að segja! Maður þarf ekki að vera pólitískur í hugsun til að hafa áhuga á samfélagi sínu. Ég held því fram að maður þurfi að vera einhvers konar zombí til að hugsa ekki um samfélag sitt. Það er skylda okkar að hugsa um það samfélag sem við búum í.

Það sem veldur mér áhyggjum er ekki dagurinn í dag eða dagurinn á morgun heldur framtíð barnabarna minna sem eru á aldrinum tveggja til tólf ára. Hvaða samfélag bíður þeirra? Hvernig verður lífið þegar þessir krakkar, sem eru mér verðmætari en nokkuð annað í þessu lífi, verða orðnir þrítugir eða fertugir eða fimmtugir. Hvernig verður þessi heimur þá?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring

Auri náði naumlega að bjarga barnungum syni sínum frá mansalshring
Fókus
Í gær

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“

Læknir segir að þetta ættu allir að kunna – „Eina kúkaráðið sem virkar í alvöru“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni

Segist vera hársbreidd frá því að hefja kynferðislegt samband með systur sinni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“

Óheppileg mistök Costco vekja athygli Íslendinga – „Hver setur stól í örbylgjuofn?“