fbpx
Þriðjudagur 26.nóvember 2024
FókusKynning

Borðaði ekkert nema kartöflur í heilt ár: Hvort heldurðu að hann hafi þyngst eða lést?

Andrew Flinders Taylor framkvæmdi áhugaverða tilraun

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 26. september 2017 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þegar Ástralinn Andrew Flinders Taylor tjáði vinum og vandamönnum að hann ætlaði sér að borða ekkert nema kartöflur í heilt ár – og léttast í leiðinni – héldu margir að hann væri orðinn brjálaður.

Léttist um 50 kíló

Það er skemmst frá því að segja að aðferðin sem Andrew notaði gekk upp og gott betur en það. Á þessu eina ári léttist Andre um heil 50 kíló. Eftir stendur þá spurningin um það hvort kartöflukúrinn sé skynsamleg leið í baráttunni gegn ofþyngd eða offitu. Líklega myndu allir læknar og næringarfræðingar mæla gegn slíkum kúr, enda skiptir miklu máli að borða fjölbreytta og næringarríka fæðu sem færir okkur öll þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast.

Ráðfærði sig við sérfræðinga

Í umfjöllun vefútgáfu breska blaðsins Independent, sem fjallar um tilraun Andrews, er tekið skýrt fram að hann hafi ráðfært sig við lækna og næringarfræðinga áður en tilraunin hófst. Í sameiningu hefðu þeir sett saman áætlun sem miðaði að því að hann fengi öll lífsnauðsynleg næringarefni en samt sem áður hélt hann sig að nær öllu leyti við kartöflur, bæði sætar kartöflur og þessar gömlu góðu hvítu.

Á myndinni til hægri má sjá þegar 100 dagar voru liðnir af tilrauninni. Þá hafði Andrew lést um rúm 30 kíló. Þegar upp var staðið hafði hann lést um 50 kíló.
Mikill munur Á myndinni til hægri má sjá þegar 100 dagar voru liðnir af tilrauninni. Þá hafði Andrew lést um rúm 30 kíló. Þegar upp var staðið hafði hann lést um 50 kíló.

Stútfullar af næringarefnum

Andrew vissi sem var að hann fengi nóg af járni og C-vítamínum úr kartöflunum, auk þess að fá nóg af trefjum. „Það eina sem ég hafði áhyggjur af var kalkið. Kartöflur innihalda kalk en ekki í mjög ríkum mæli. Til að vera viss um að ég fengi nóg af kalki bjó ég til kartöflumús með lífrænni sojamjólk,“ segir hann.

Í umfjöllun Independent segir næringarfræðingurinn Rihannon Lambert að kartöflur séu stútfullar af næringarefnum. Þær séu trefjaríkar og veiti auk þess góða fyllingu. „Fyrir peningana og blóðþrýstinginn er ekkert betra en hefðbundin bökuð kartafla,“ segir Joan Salge Blake, næringarfræðiprófessor við Boston University. Joan segir að hvítar kartöflur séu í eðli sínu mjög góðar en að borða þær einvörðungu bjóði heim hættunni á vítamínskorti.
Einmitt af þeirri ástæðu segist Andrews einnig hafa borðað sætar kartöflur í miklu magni. Þær innihalda nokkuð mikið magn A, E og C-vítamína.

Heilsan heldur áfram að batna

Andrews segir að fyrsta mánuðinn á kartöflukúrnum hafi hann nánast ekki stundað neina hreyfingu. Eftir fyrsta mánuðinn byrjaði hann að hjóla og gerði það mjög reglulega meðan tilraunin varði. Þó að tilrauninni sé nú lokið segist Andrews borða mikið af kartöflum, nú þegar ár er liðið síðan henni lauk. „Heilsa mín hefur haldið áfram að batna. Ég var eitt sinn með of hátt kólesteról en núna er það lágt. Blóðþrýstingurinn er einnig minni og sykurstuðullinn er í mun betra jafnvægi.“

Rétt er þó að ítreka að lokum að Andrews ráðfærði sig við lækni og næringarfræðing áður en tilraunin hófst.

[youtube https://www.youtube.com/watch?v=OUcbV9siKec&w=560&h=315]

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni