fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Um áhrif orkudrykkja á líkamann og taugakerfið

Neysla svokallaðra orkudrykkja hefur færst mjög í aukana á síðustu árum. En úr hverju eru þessir drykkir gerðir og hvaða áhrif hafa þeir á líkamann?

Margrét Gústavsdóttir
Laugardaginn 16. september 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Helsti munurinn á orku og íþróttadrykkjum er sá að íþróttadrykkir innihalda ekki bara „orku“ heldur líka sölt sem eiga að viðhalda vökvajafnvægi.

Innihaldsefni orkudrykkja eru einföld (og flókin) kolvetni (t.d. frúktósi og glúkósi), koffein, guarana, gingseng, maté, ginkgó, taurin og schisandra. Þessi efni eru yfirleitt eitt þriggja:

Efni sem gefa orku eins og til dæmis glúkósa, örvandi efni eins og til dæmis koffein og/eða amínósýrur sem geta haft ýmis áhrif, til dæmis á orkubúskapinn.

Örvandi, þvagræsandi og og eykur hjartslátt

Koffein verkar örvandi á miðtaugakerfið. Það er sú verkun sem flestir sækjast í við notkun koffeins, hvort sem það er í kaffi eða öðru formi. Aðrar verkanir koffeins eru til dæmis þær að það örvar hjartslátt, virkar þvagræsandi á nýru og slakar á sléttum vöðvum eins og til dæmis berkjum. Koffeininnihald í ýmsum drykkjum getur verið töluvert en hér á eftir er tafla frá Hollustuvernd ríkisins um koffeininnihald nokkurra drykkja:

Drykkur Magn koffeins í dl af tilbúnum drykk

Magn koffeins í einni neyslueiningu

Kaffi 65 mg 100 mg (í bolla 1,5 dl)
Te 28 mg 70 mg (í könnu 2,5 dl)
Kakó 7 mg 18 mg (í könnu 2,5 dl)
Kólagosdrykkur 10 mg 50 mg (í 1/2 lítra)
Orkudrykkur 13–32 mg 32–80 mg (í dós 2,5 dl)

Eins og sjá má á þessari töflu er mjög mikið magn af koffeini í kaffi en það er vissulega mismikið eftir styrkleika og kaffitegund. Koffein er flokkað sem lyf og er leyfilegt hámarksmagn þess í drykkjarvörum 135 mg/l. Þannig að ef kæmi kaffi fram á sjónarsviðið í dag yrði það ekki leyft.

Gætið þess að drekka ekki of mikið kaffi

Koffein hefur áhrif á miðtaugakerfið og dregur úr þreytu og sleni. Einstaklingar eru mjög misnæmir fyrir koffeini en mikil neysla (um 1 g af koffeini) getur hins vegar valdið vanlíðan, óþægindum í maga, svefnleysi, krömpum, æsingi, hraðri öndun, uppköstum, hraðtakti hjarta og hjartsláttartruflunum svo eitthvað sé nefnt.

Eitrunareinkenni af völdum koffeins eru hins vegar mjög fátíð og neysla á koffeini virðist ekki stuðla að krabbameini eða hjarta- og æðasjúkdómum. Talið er að banvænir skammtar fyrir fullorðna séu um 5–10 g. Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa sýnt fram á að mikil kaffineysla á meðgöngu (meira en 6 bollar á dag) geti stuðlað að fósturláti og minni fæðingarþyngd nýbura. Hefur þar m.a. verið sýnt fram á að niðurbrotstími koffeins er mun lengri hjá ófrískum konum en öðrum einstaklingum.

Önnur efni sem innihalda koffein

Guarana er þurrkað duft búið til úr krömdum plöntufræjum og inniheldur mikið koffein eða um 3–5% af þurrvikt. Til samanburðar innihalda kaffibaunir um 1–2% af þurrvikt og telauf um 1–4% af þurrvikt. Guarana inniheldur önnur efni eins og theophyllin, theobrómín og tannín. Auka- og eiturverkanir eru svipaðar og af koffeini.

Maté hefur verið kallað „náttúrulegt“ koffein en það er unnið úr blöðum plöntunnar Ilex paraguariensis. Koffeininnihald þess er um 0,6% af þurrvikt. Önnur innihaldsefni eru t.d. theophyllin, theobrómín og tannín auk fleiri efna. Auka- og eiturverkanir eru álíka og af koffeini en einnig er aukin hætta á krabbameini í vélinda (tannín?), lifrarsjúkdómum og andkólínergum eituráhrifum vegna belladonna alkalóíða mengunar.

Schisandra eru þurrkuð aldin plöntunnar Schisandra chinensis. Hefðbundin notkun þess er við hósta og öndunarfærasjúkdómum. Aukaverkanir eru ekki vel rannsakaðar og eru því lítið þekktar. Vegna áhrifa á ensímvirkni í bæði lifur og meltingarvegi er líklegt að schisandra geti milliverkað við ýmis lyf en það er ekki vitað enn.
Taurin (amínósýra) er sindurvari og verndar hjartavöðvann, hefur áhrif á jónagöng og flutning um himnur.

Hafa ber í huga að fólk sem er viðkvæmt fyrir koffeini ætti ekki að neyta orkudrykkja og að orkudrykkir eru alls ekki ætlaðir börnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom

Íslensk hjón fóru á kaffihús í miðbænum – Fengu áfall þegar reikningurinn kom
Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja

Lára og lyfjaprinsinn eiga von á erfingja
Fókus
Fyrir 3 dögum

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika

Örlagarík reynslusaga Evu Gunnarsdóttur komin út – Hefur tekist á við mikla erfiðleika
Fókus
Fyrir 4 dögum

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn

Nýfæddu tvíburarnir fengu óhefðbundin nöfn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“

Sigmar um móður drengs sem kemur að lokuðum dyrum – „Öll fjölskyldan er í því að passa upp á að drengurinn deyi ekki“