Dagur ljóðsins er laugardaginn 21. mars og af því tilefni hefur hið þekkta skáld Anton Helgi Jónsson birt syrpu af skemmtiljóðum á netinu. „Þetta er ljóðasyrpa sem hyllir fjölbreytileikann og og minnir á að það getur líka verið heilmikið vit í því að bulla,“ segir Anton Helgi.
Í fyrra opnaði hann heildarljóðasafn sitt á netinu við mjög góðar undirtektir. „Ég hef fengið góðar viðtökur og náð til fólks sem annars hefði aldrei lesið ljóð mín.“
Þeim sem hafa áhuga á að rýna í skemmtileg ljóð Antons Helga er bent á að smella hér.