fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
FókusKynning

Sérfræðingar á Torfunni í humri, víni og þjónustu

Kynning

Franskar matarhefðir með norrænu ívafi

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. janúar 2016 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Veitingastaðurinn Torfan sérhæfir sig í sjávarréttum en býður einnig upp á kjöt. Ívar Þórðarson, einn af þremur eigendum Torfunnar, segir að sérstaða staðarins sé humar, hross, góð vín, húsakynni og gæðaþjónusta „Við erum einnig með mikið úrval í kjötréttum þó svo við leggjum mest upp úr fiskréttunum,“ segir Ívar. „Við erum með hross sem er skemmtilegt að nefna þar sem veitingastaðurinn Humarhúsið sem var í þessu húsnæði í mörg ár á undan okkur bauð einnig upp á hross. Við ákváðum því að viðhalda þeirri hefð,“ bætir hann við.

Persónuleg þjónusta

„Við leggjum mikla áherslu á persónulega þjónustu og mjög kósí og hlýlegt andrúmsloft til að gera upplifun viðskiptavina okkar sem mesta. Einnig er lagt mikið upp úr rómantísku andrúmslofti,“ segir Ívar. „Við erum með afar reynt starfsfólk og úrvals hráefni og því allt til alls til að gera upplifun viðskiptavina okkar stórkostlega,“ segir hann.

Mynd: Copyright – Kari Bjorn Thorleifsson

Franskar matarhefðir með norrænu ívafi

Ívar nefnir hvernig þeir blanda saman frönskum matarhefðum og norrænu ívafi. Þó svo að sígildu hefðirnar séu í fyrirrúmi mætir matarhefðin nútímanum og úr því verður óvænt en klassísk matargerð. „Við leggjum okkur fram um að bjóða upp á sælkeramat og úrvalsþjónustu í sögufrægu andrúmslofti,“ segir Ívar en veitingastaðurinn er til húsa í Bernhöftstorfu og húsið var byggt árið 1838. Timburgólfið og gamlir veggir geyma margar sögur frá Reykjavík.

Mynd: Copyright – Kari Bjorn Thorleifsson

Veitingahúsið í sögufrægu húsi

Bernhöftstorfan er ein elsta varðveitta götumynd Reykjavíkur. Elstu húsin þar eru byggð árið 1834 en Torfan fjórum árum seinna þegar land- og bæjarfógetinn Stefán Gunnlaugsson byggði húsið. Árið 1981 var opnaður veitingastaðurinn Torfan eftir áralanga baráttu um friðun á húsunum og var það endurbætt í sömu mynd. Húsið á því langa og stórmerkilega sögu sem er einnig saga Reykjavíkur. „Veitingastaðurinn er tilvalinn staður fyrir smærri hópa allt að 20 manns í einum hóp en einnig eru tvö afmörkuð herbergi sem taka átta til tíu manns hvort,“ segir Ívar.

Hægt er að skoða matseðil og ýmsan fróðleik um veitingahúsið á heimasíðunni www.torfan.is.

Borðapantanir eru í síma 561 3303, eða með tölvupóst á netfangið pantanir@torfan.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
27.03.2024

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“

„Algjört saunaæði runnið yfir landsmenn“
Kynning
19.03.2024

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com

Þú færð allt fyrir ferminguna á Boozt.com
Kynning
29.10.2023

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“

Flýgur með Íslendinga til paradísarinnar Punta Cana í myrkasta skammdeginu – „Ég skildi við kallinn en ekki landið“
Kynning
27.10.2023

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni

Jólabjór og opið til miðnættis í Nýju Vínbúðinni