Jón Axel, einn þáttastjórnandi morgunþáttarins Ísland vaknar á K100, hefur það eftir hollenskum vini sínum sem vinnur hjá Evrópusambandinu í Brussel að Eurovision verði aflýst.
Mbl greinir frá. Jón Axel las upp bréf frá vini sínum í þættinum í morgun og sagði:
„Í dag verður það tilkynnt opinberlega að Eurovision söngvakeppninni verði aflýst í ár.“
Þáttastjórnendur reyndu að fá Felix Bergsson til að staðfesta fregnirnar, sem hann gat ekki gert. Hins vegar gat hann staðfest að fulltrúar Daða væru á leið á fund með stjórnendum söngvakeppninnar.
Felix sagði jafnframt að það væri mjög sorglegt ef Eurovision yrði aflýst.
Eins og er hefur ekkert enn komið fram hvort keppninni verður aflýst.