fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Fréttir

180 smitaðir – Þórólfur segir hjarðónæmi alls ekki vera markmiðið

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 16. mars 2020 14:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Núna hafa 180 einstaklingar hér á landi greinst með kórónuveiruna. Langflestir eru á höfuðborgarsvæðinu en smit eru farin að láta kræla á sér víðar og hafa greinst í þremur öðrum landshlutum. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi um COVID-19 í dag. Nákvæma tölfræði um smitin er að finna á vefnum covid.is.

Þrír eru á spítala með sjúkdóminn, þar af tveir á gjörgæslu, en ekki er annars vitað nánar um líðan þeirra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir vildi á fundinum leiðrétta þann misskilning að stefnt væri að hjarðónæmi veirunnar hér á landi, en það skapast ef 60% þjóðarinnar smitast. Takmarkið sé að minnka útbreiðsluna eins og hægt er og hægja á útbreiðslunni. „Við vitum ekki hvað margir sýkjast. Vonandi sem fæstir og þá sérstaklega úr viðkvæmum hópum,“ sagði Þórólfur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu

Tókst að koma bát aftur að bryggju í hvassviðrinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna

Trump fór mikinn og boðar landvinninga Bandaríkjanna