fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Spár segja 5-10 ár þangað til sami fjöldi ferðamanna komi til Íslands og í fyrra – „Ekki tímabært að skoða svona sviðsmyndir núna“

Ritstjórn Eyjunnar
Mánudaginn 16. mars 2020 16:07

Ferðamenn með töskur í eftirdragi eru algeng sjón í mörgum borgum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt greiningu íslenska verðbréfafyrirtækisins Arev gæti það tekið allt að 10 ár að ná upp sama ferðamannafjölda hingað til lands og kom í fyrra.

Þar eru settar fram þrjár spár um hversu langa tíma það taki að ná upp sama fjölda ferðamanna og kom árið 2019. Svartsýna spáin gerir ráð fyrir 10 árum, bjartsýna spáin gerir ráð fyrir 4.5 árum og raunhæfa spáin gerir ráð fyrir að árið 2028 muni nást sami fjöldi hingað til lands og árið 2019, en þá komu um tvær milljónir ferðamanna til landsins.

Í raunhæfu spá fyrirtækisins um fjölda ferðamanna á þessu ári segir að hingað til lands muni koma um 1.3 til 1.4 milljónir ferðamanna, en svartsýnni spá fyrirtækisins segir að 1.1 milljón muni ferðast til Íslands og bjartsýna spáin segir 1.6 milljón ferðamanna koma hingað til lands í ár.

Þess skal getið að tölurnar eru byggðar á 12 mánaða meðaltali.

Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Arev, sagði við Eyjuna að ekki mætti gera of mikið úr svartsýnu spánum, þetta væri einungis sett fram til að hefja umræðuna einhverstaðar. Taldi hann að raunhæfa spáin gæfi nokkuð góða mynd af því sem koma skyldi, miðað við ástandið nú, en sagðist auðvitað vona til þess að til að bjartsýna spáin yrði sú rétta. En auðvitað gæti allt breyst með stuttum fyrirvara.

Ótímabært

Jóhannes Þór Skúlason

Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir við Eyjuna að ómögulegt sé að dæma um slíkar spár þar sem forsendur breytist dag frá degi:

„Ég tel að það sé ekki tímabært að skoða svona sviðsmyndir núna, staðan breytist núna milli daga og jafnvel innan sama dags.“

Mikil óvissa

Áhrif kórónaveirunnar á ferðamannastrauminn til Íslands eru veruleg. Líkt og áður hefur verið greint frá hefur starfsemi Icelandair raskast töluvert og er ráð gert fyrir að flugframboð félagsins muni skerðast að minnsta kosti um 30% á árinu vegna niðurfellinga ferða og ferðabanns Bandaríkjanna, Noregs og Danmerkur. Enn gæti bætt í, þar sem óvissa ríkir um hver viðbrögð annarra ríkja verði í kjölfarið.

Áður en kórónaveiran lét á sér kræla gerðu spár fyrir að árið 2020 kæmu álíka margir ferðamenn hingað til lands og í fyrra, en ljóst er að þær spár eru fyrir bí. Ljóst er að fækkunin, hver sem hún verður, mun hafa veruleg áhrif hér á landi og mörg ferðaþjónustufyrirtæki munu ekki lifa það af.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur