fbpx
Miðvikudagur 02.apríl 2025
Fréttir

Margrét Friðriksdóttir í Flokk fólksins: „Hef ákveðið að yfirgefa Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Mánudaginn 18. september 2017 15:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir, frumkvöðlafræðingur er hætt við að vera oddviti fyrir Frelsisflokkinn í komandi borgarstjórnarkosningum. Hún hefur ákveðið að bjóða sig fram fyrir Flokk fólksins í komandi borgarstjórnarkosningum. Frelsisflokkurinn ætlaði m.a. að leggjast hart gegn innflytjendum og múslimum. „Flokkurinn styður kristna trú og gildi,“ svaraði Margrét þegar DV spurði hana út í þau mál í lok ágúst.

Margrét er þekkt fyrir eitt og annað, hún hefur boðið sig fram fyrir Sjálfstæðisflokkinn, þá er hún strangtrúuð og hefur látið mikið til sín taka í umræðum um innflytjendamál. Stjórnmálaspjallið sem hún tekur þátt í að stýra er umdeilt og hafa stjórnendur oft brugðist hægt við ábendingum þegar þar er deilt efni sem gæti flokkast undir útlendingahatur.

Margrét hefur ákveðið að kveðja flokkinn og fara í Flokk fólksins. Flokkur fólksins hefur verið sakaður um að ala á andúð gagnvart útlendingum og hælisleitendum en Inga Sæland heldur þar um stjórnartauma. Inga sagði í Morgunútvarpinu í morgun:

„Ég tel að þessi útlendingaandúð sem er verið að reyna að klína á okkur, þetta eru einfaldlega pólitískir andstæðingar. Það er voða erfitt að finna eitthvað á flokk sem er eins og flokkur fólksins og berst eingöngu fyrir almannahag og útrýmingu á fátækt og hefur aldrei svikið nein loforð og aldrei verið í stjórnunarstöðu til þess.“

Margrét segir í yfirlýsingu á Facebook um flutning sinn í Flokk fólksins

„Vegna skyndilegs viðsnúnings í íslenskum stjórnmálum hef ákveðið að yfirgefa Frelsisflokkinn vegna trúnaðarbrests og styðja alfarið á bak við Flokk fólksins eins og ég hef í raun gert frá stofnun flokksins. Ég var stödd á stofnfundi sem og á aðalfundi núna í vor og hafa hugsjónir okkar ávalt fallið saman nema kannski að því leiti að ég hefði viljað sjá skarpari línur í málum hælisleitenda og skjóta málsmeðferð ekki síst hælisleitendurna sjálfra vegna, sem flokkurinn leggur nú áherslur á. Mikilvægt tel ég einnig að tekið sé upp vegabréfaeftirlit á ný í ljósi ástandsins sem við höfum verið að horfa upp á hjá nágrannaþjóðum okkar.“

Segir Margrét að nú sé kominn tími til að hleypa nýju fólki að og bætir við:

„Lifið heil, einn fyrir alla og allir fyrir einn!“

Uppfært: Í fyrstu útgáfu fréttar stóð að Margrét ætlaði að bjóða sig fram í Alþingiskosningum fyrir Flokk fólksins. Hið rétta er að hún ætlar að bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins

Fordæma seinagang mennta- og barnamálaráðuneytisins
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali

Óska eftir því að þeir sem dvöldu á vöggustofum sem börn stígi fram og gefi kost á viðtali
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“

Pétur mælir ekki með að fólk kaupi allar raðirnar í Lottó – „Þá er hann í vondum málum“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast

Páll telur að enn eigi mikið eftir að gerast
Fréttir
Í gær

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut

Mjög alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbraut
Fréttir
Í gær

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna

Atvikið í morgun skuggi á þegar ömurlegt ástand – Fékk aðstoð frá björgunarsveitinni áður en hann tók fram byssuna