Maður að nafni Ivar Dale deilir þessari mynd frá O’Hare flugvelli í Chicago. Bandaríkjamenn flykkjast heim eftir að ferðabann hefur verið sett á. Það eru í gangi einhvers konar skimanir fyrir kórónaveiru.
Fólkið biður í fjóra og hálfan tíma – og líkurnar á því að smitast í slíkri mannþröng hljóta að vera talsvert háar.
Kannski ekki skynsamlegasta leiðin til að gera hlutina?