Útgáfuhóf
Útgáfu spennusögunnar Umsátur eftir Róbert Marvin var fagnað á fimmtudaginn með útgáfuteiti í Eymundsson Kringlunni. Höfundur spjallaði við gesti um bókina, las upp úr henni og bauð upp á léttar veitingar.
Umsátur er þriðja bók Róberts en áður hefur hann sent frá sér spennusöguna Konur húsvarðarins og barnabókina Litakassinn. Róbert hefur skrifað fjölmargar smásögur og sigraði um árið í spennusmásagnakeppninni Gaddakylfan.
Umsátur greinir frá ungum lögreglumanni úti á landi sem fer að rannsaka gamalt mannshvarfsmál. Nánar má lesa um bókina hér.
Hér að neðan eru myndir úr útgáfuteitinu.