fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Fréttir

Íbúar Vesturbæjar eru komnir með upp í kok af ástandinu – „Nú væri gott að eiga handsprengju eða tvær“

Máni Snær Þorláksson
Laugardaginn 14. mars 2020 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spólarar landsins eiga það til að hittast og spóla hring eftir hring á bílastæðinu hjá Byko og Krónunni úti á Granda. Íbúar í Vesturbænum eru nú komnir með upp í kok af þessu spóli.

Friðrik nokkur spurði meðlimi Facebook-hópsins Vesturbærinn hvort það sé ekki hægt að safna undirskriftum og hvetja Byko og Krónuna til að setja einhverjar hindranir eða loka bílastæðunum við Granda á kvöldin. „Þetta spól er algerlega glatað,“ sagði Friðrik og fékk miklar undirtektir frá öðrum meðlimum hópsins en 200 manns hafa líkað við færslu Friðriks.

„Best væri ef löggan myndi einhverntíma nenna að mæta og sekta duglega. Það myndi fæla þetta lið frá því að haga sér svona,“ segir Arnaldur nokkur en honum er þá sagt að það hafi verið gert í langan tíma. „Það stoppar þetta ekki.“

Þá segjast nokkrir hafa hringt í lögregluna vegna málsins. „Hringdi í lögguna,“ segir Katrín nokkur. „Hún ræður ekki við þetta en reynir. Búin að fara þrisvar í kvöld og ætlar aftur. Þetta eru 30 til 40 bílar sem að eru mættir en aðeins sumir, með 10 heilasellur fimm í hvoru eista (mín orð), fara af stað og spæna.“

„Langar að hóa í strákana og fara niður eftir bara til að vera pirrandi“

Nokkrir meðlimir hópsins leggja til að grípa til afdrifaríkari aðgerða. „Þessi hávaði er að gera mann brjálaðann, verst að löggan gerir ekkert í þessu, er að hugsa um að safna saman öllum nagla og skrúfupökkum sem ég á og fara og dreifa þeim á bílastæðið þarna,“ segir Þórmar nokkur. „Nú væri gott að eiga handsprengju eða tvær,“ segir annar meðlimur hópsins.

Einar nokkur tekur þá upp á því að ögra fólkinu sem er að kvarta undan hávaðanum. „Langar að hóa í strákana og fara niður eftir allir á v8 bara til að vera pirrandi. Og lesa frá fullorðnu fólki að tala um að dreifa nöglunum og glerbrotum þarna er sturlað. Litlu frændur mínir myndu ekki detta þetta í hug svona skemmdarverk hvað þá fullorðnir búðingar,“ segir Einar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?

Getur mikil neysla á kjúklingakjöti verið krabbameinsvaldandi?
Fréttir
Í gær

Konan sem felldi prinsinn er látin

Konan sem felldi prinsinn er látin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur

Ísraelar birtu samúðarkveðju vegna páfa en eyddu henni síðan og bönnuðu ríkisstofnunum að senda slíkar kveðjur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“

Hjálmar lætur Sigríði Dögg finna fyrir því – „Þetta er bara toppurinn á ísjakanum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa

Myndband sýnir furðulegan árekstur strætisvagns og jeppa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi

Harmleikurinn í Garðabæ: Margrét sögð játa að hafa beitt foreldra sína ofbeldi
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér

Ásgeir aftur ákærður fyrir skattsvik – Með slóð gjaldþrota á eftir sér
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum

Harma að fjölskyldan fái ekki skólaakstur fyrir börnin sín – Telja að Múlaþing brjóti á skuldbindingum sínum