fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Engar hindranir á innflutningi og engin ástæða til að hamstra vörur í verslunum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 13. mars 2020 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Engin ástæða er til að hamstra matvörur í verslunum. Þetta kom fram á daglegum blaðamannafundi stjórnvalda um Covid-19 sjúkdóminn.  Þetta kemur einnig fram í tilkynningu frá Félagi atvinnurekenda:

„Samkvæmt upplýsingum sem Félag atvinnurekenda hefur aflað sér hjá félagsmönnum sínum í innflutningi mat- og dagvöru eru engar hindranir á innflutningi til landsins og nægar birgðir. Ástæðulaust ætti því að vera fyrir almenning að hamstra vörur í verslunum.

Innflutningsfyrirtæki fá nánast undantekningarlaust upp í pantanir sínar af matvöru og dagvöru á borð við hreinlætis- og ræstingavörur. Mörg hafa þau fengið upplýsingar frá erlendum birgjum sínum um ráðstafanir sem þeir hafa gripið til í því skyni að tryggja órofinn rekstur.

Flest stærri og meðalstór fyrirtæki í matvöruinnflutningi og -dreifingu hafa gripið til sambærilegra ráðstafana, eins og að skipta starfsfólki á vaktir þar sem enginn samgangur er á milli, einangra starfsstöðvar hverja frá annarri o.s.frv. Ýmsir innflytjendur hafa pantað meira en venjulega af þeim vörum sem eru á lista almannavarna yfir æskilegt birgðahald heimila í inflúensufaraldri.

Þá hafa engar fregnir borizt af því að vöruflutningar til landsins hafi raskast.

„Innflutningur og birgðastaða á nauðsynjavörum er með eðlilegum hætti og að svo stöddu engin ástæða til að hamstra vörur,“

segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.

Sjá einnig: Sturlun í íslenskum verslunum – Ekkert jafnaðargeð – Stutt í slagsmál – „Krónan á Granda er algjört blóðbað“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur