fbpx
Fimmtudagur 21.nóvember 2024
FréttirLeiðari

Kórónaveiran sem fyllir mælinn

Lilja Katrín Gunnarsdóttir
Laugardaginn 14. mars 2020 10:15

Covid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nafn og kennitölu, núna!“ Eitthvað á þessa leið voru ýmsar athugasemdir við fréttir um að Íslendingar væru að grípa til örþrifaráða til að losna við sóttkví. Að ég tali nú ekki um reiðina sem hefur blossað upp vegna fjölda heilbrigðisstarfsmanna sem hafa verið settir í sóttkví og einangrun vegna COVID-19 faraldurs.

Það er greinilega mikill skjálfti í þjóðfélaginu og fólk er hrætt. Þótt ég vilji ekki afsaka það að hugsanlega séu smitaðir einstaklingar, sem hugsanlega vissu ekki af því, hugsanlega leið ekki illa, hugsanlega höfðu annað á sinni könnu settir í gapastokk internetsins þá skil ég hræðsluna fullvel. Þegar fólk er hrætt þá hegðar það sér óskynsamlega, hugsar ekki rökrétt og grípur til örþrifaráða.

Ég skil vel að fólk viti ekkert í hvorn fótinn það eigi að stíga. Almennt séð hefur mér þótt það hughreystandi að upplýsingafundir landlæknis, almannavarna og sóttvarnarlæknis séu haldnir daglega. Þar er rætt af yfirvegun um heimsfaraldurinn og reynt að koma upplýsingum til fólks á skilmerkilegan hátt. Svo koma fréttir frá útlöndum. El Salvardor lokar landinu fyrir útlendingum. Danir aflýsa skólastarfi og senda meirihluta ríkisstarfsmanna heim. Svo var það stóri skellurinn frá Bandaríkjunum þegar Donald Trump bannaði komu fólks frá Schengen-löndum Evrópu inn í landið. Svona væri lengi hægt að telja upp áhrif COVID-19 á heimsbyggðina. Á litla Ísland.

Þrátt fyrir að hafa náð í skottið á hræðslunni sem fylgdi AIDS-faraldrinum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, óttast að sogast inn í gatið á ósonlaginu sem ungmenni og verið kasólétt í miðjum svínaflensufaraldrinum 2009 þá verð ég að viðurkenna að COVID-hræðslan bítur meira á mig en fyrri ógnir. Sú hræðsla beinist hins vegar ekki að mér sjálfri og að ég verði veik, eða einhver í kringum mig. Það eru þau lamandi áhrif sem veiran hefur sem veldur mér áhyggjum. Öll fyrirtækin sem munu standa illa, jafnvel leggja upp laupana, þegar veiran kveður okkur. Að innviðir ráði ekki við eftirköst faraldursins. Atvinnuleysi, tekjutap fjölskyldna með öllum þeim hryllingi sem því fylgir.

Íslendingar hafa vissulega reynslu af því að byggja hér upp þjóðfélag á rjúkandi rústum. Það er skuggalega stutt síðan síðast og margir súpa enn þá seyðið af þeim hörmungum. Ég býð ekki í að hugsa til þess ef við þurfum aftur að lyfta sama grettistaki. Ég óttast að enn fleirum hugnist ekki að búa hér, hafi hvorki efni á né þol til að taka þátt í þeirri uppbyggingu. Ég óttast að dregið verði saman í alls kyns opinberri þjónustu. Þjónustu sem má ekki við meiri niðurskurði. Ég óttast að ástandið verði fegrað á pöllum Alþingis og spilltir haldi áfram að vera spilltir. Ég held nefnilega að við sem þjóð séum komin að þolmörkum og að COVID-19 sé veiran sem fyllir mælinn.

En óttinn er órökrænn. Óskynsamlegur. Kannski er ég bara örvæntingarfull. Kannski.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“

Salka Sól sendir borgarstjóra væna pillu – „Þú situr bara víst við þetta samningsborð Einar!“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens

Fékk skilorð fyrir kynferðisbrot sem hann kallaði glens