Gengið var frá samrunanum föstudaginn 15. september en tilgangur hans er fyrst og fremst að auka skilvirkni og bæta þjónustu við viðskiptavini, jafnt seljendur sem kaupendur. LANDMARK / SMÁRINN verður eftir sameiningu ein öflugasta fasteignasala landsins. Þar mun starfa reynslumikið starfsfólk sem mun veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu. Eftir sameiningu eru starfsmenn fyrirtækisins 15 talsins.
LANDMARK hóf starfsemi árið 2010 og varð fljótt einn stærsta fasteignasala landsins. SMÁRINN fasteignamiðlun tók til starfa í upphafi árs 2016 og hefur frá upphafi verið sérlega öflug fasteignasala sem lagt hefur kapp á hátt þjónustustig og persónulega þjónustu.
Að sögn Þóreyjar Ólafsdóttur fasteignasala og framkvæmdastjóra LANDMARK / SMÁRINN nást fram mikilvæg samlegðaráhrif með sameiningunni en horft er til þess að skapa jákvæðan vettvang fyrir þá öflugu liðsheild sem LANDMARK / SMÁRINN býr nú yfir. Skilvirkni sem miðar að aukinni og bættri þjónustu við kaupendur er það sem lagt er upp með. Sú er trú eigenda að með því að skapa skemmtilegan vinnustað aukist líkur á að þau markmið náist.
„LANDMARK / SMÁRINN hefur á að skipa reynslumiklum fasteignasölum og það er grunnurinn sem við viljum byggja á. Ætlunin er að veita viðskiptavinum okkar persónulega og faglega þjónustu en viðskiptin sem eru undir hljóta að teljast ákaflega mikilvæg; þau snúast oftar en ekki um aleigu og svo heimili fólks,“ segir Sigurður Samúelsson fasteignasali og stjórnarformaður LANDMARK / SMÁRINN.
Spurð nánar um aðdraganda sameiningarinnar segja þau að líkt og gerist og gengur hjá fasteignakaupendum þá skipti góðir grannar miklu máli. Fyrirtækin þurftu ekki að leita langt þegar sú hugmynd kom upp að vert væri að efla og stækka fyrirtækin. Þórey og Sigurður segja starfsmenn fyrirtækjanna hafi í gegnum tíðina átt farsælt samstarf og verið í góðri „sambúð“ í Hlíðasmáranum en báðar fasteignasölurnar höfðu aðsetur í sama húsi við Hlíðasmára 2 og mun starfsemin vera þar eftir sem áður.