Birta veltir fyrir sér íslenskum orðum og merkingu þeirra. Orð vikunnar er hreppsómagi en þetta uppnefni var notað yfir fólk sem var á framfærslu hreppsins á öldum áður. Í dag er þetta sérstaka orð, sem m.a. kemur af orðinu „ómegð“ gjarna notað af gárungum um þau sem starfa hjá ríki eða borg.
hrepps·ómagi KK
• sá sem er á framfæri hrepps (að nokkru eða öllu leyti), sveitarlimur
hreppsómagi
niðursetningur, sveitarlimur, sveitarómagi, þurfalingur
-Heyrðu, hvað sagði hann Reimar þér annars um mig á heiðinni í dag?
-Hann sagði að þú hefðir feingið sex biðilsbréf frá mönnum.
-O hann lýgur því, helvítis graddinn sá arna, sem er margfaldur hreppsómagi, með kellíngu og krakka á Sviðinsvík, fyrir nú utan öll lausaleiksbörn. Það var hann sjálfur sem skrifaði öll bréfin til mín uppúr sjálfum sér, en honum skal ekki verða kápan úr því klæðinu, þó hann sé bæði frjálslyndur og geti hnoðað saman vísu, það skal þurfa meira skáld til að fara undir fötin við mig og hana Þórunni litlu í Kömbum.