fbpx
Mánudagur 07.apríl 2025
Pressan

Þess vegna hamstrar fólk klósettpappír á þessum COVID-tímum

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 12. mars 2020 05:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andlitsgrímur voru eitt af því fyrsta sem fólk fór að hamstra þegar COVID-19 vírusinn fór á flug. Því næst var það handspritt og sápa og síðan niðursuðuvörur. Nú er röðin komin að klósettpappír. Víða um heim hafa verslanir þurft að setja þak á hversu mikið viðskptavinir mega kaupa af klósettpappír. Í Ástralíu brást dagblað eitt við þessu með því að prenta átta síður auka í útgáfu eins dagsins og kalla aukablöðin neyðarklósettpappír.

CNN skýrir frá þessu og veltir upp spurningunni um af hverju fólk hamstri klósettpappír? Hann veitir enga vörn gegn vírusnum og telst varla til allra helstu nauðsynja til að lifa af.

CNN leitaði svara hja Steven Taylor, sálfræðingi, um þetta.

„Þegar fólk heyrir að eitthvað hættulegt sé yfirvofandi, og að maður þurfi bara að þvo hendurnar til að forðast hættuna, þá virðist þetta góða ráð ekki vera í samræmi við hina yfirvofandi hættu. Þá á fólk það til að fara út í öfgar.“

Sagði hann og bætti við að við mennirnir séum félagsverur og að við fylgjumst með hvert öðru til að sjá hvað er hættulegt og hvað er hættulaust. Þegar fólk sjái tómar klósettpappírshillur í stórmörkuðum hugsi það með sér að það neyðist líka til að fara og kaupa klósettpappír á meðan hægt er. Það sem hafi byrjað sem hugsun un skort á klósettpappír hafi í raun orðið að raunverulegum skorti á klósettpappír.

Frank Farley, sálfræðingur, sagði að faraldurinn virkji einhverskonar kerfi í huga fólks sem á að tryggja að það lifi af.

„Þess er vænst að maður haldi sig eins mikið innandyra heima hjá sér og því verður maður að sanka að sér og kaupa nauðsynlegustu hluti, þar með klósettpappír. Ef maður verður uppiskroppa með klósettpappír, hvað á maður þá að nota?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Enginn treystir Trump

Nýlegt

Pressan
Í gær

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum

Harmleikur í litlu lögregluliði – Fjögur sjálfsvíg á sex vikum
Pressan
Í gær

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast

Þetta segir gamalt fólk að sé það besta og versta við að eldast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi

Þú getur stráð þessu náttúrulega efni í garðinum – Drepur illgresi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög

Vísindamenn segja að tímaferðalög séu möguleg og að fólk hafi nú þegar farið í tímaferðalög