Í kvöld var hinn vinsæli þáttur Útsvar á dagskrá Sjónvarpsins þar sem Akranes rótburstaði Snæfellsnebæ. Ein var þó sú spurning sem enginn keppanda hafði svör við. Lesinn var texti úr íslenskri skáldsögu sem fjallaði meðal annars um plokkfisk og spurt var hver væri höfundurinn.
Annað liðið stakk upp á Sjón en hitt á Andra Snæ Magnasyni. En hvorugt svarið var rétt. Höfundur textans er Ísfirðingurinn Eiríkur Örn Norðdahl. Eiríkur hefur sent frá sér fjölmargar ljóðabækur og skáldsögur en þekktasta verk hans er líklega skáldsagan Illska sem kom út árið 2012 og hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin. Bókin hefur verið þýdd yfir á fjölmörg tungumál.
Í stað þess að vera upp með sér yfir því að vera spurningaefni í Útsvari er Eiríkur miður sín yfir því að keppendur skulu ekki hafa þekkt sig. Í kvöld skrifaði Eiríkur á Facebook-síðu sína:
„Oh, glatað. Spurt um mig í Útsvarinu. Og enginn vissi hver ég var! #ómigauman
Þess má geta að gagnrýnandinn og ritstjórinn Kolbrún Bergþórsdóttir hefur oft sagt að skáld séu viðkvæmar sálir og sannast það ef til vill hér.