Framherjinn Dominic Calvert-Lewin er búinn að krota undir nýjan samning við Everton.
Frá þessu var greint í kvöld en þessi 22 ára gamli leikmaður gerði samning til ársins 2025.
Englendingurinn hefur verið heitur undanfarið og hefur skorað 15 mörk í öllum keppnum á leiktíðinni.
Eftir komu Carlo Ancelotti þá fór ferill Calvert-Lewin almennilega af stað og fær hann verðlaun fyrir það.
Ef hann heldur áfram uppteknum hætti er aldrei að vita hvort það sé pláss fyrir framherjann á EM í sumar.