fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Hugleikur myndi breyta Bessastöðum í boltaland

Fyndist sanngjarnt að fá einungis 300 þúsund krónur á mánuði

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 21. janúar 2016 11:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Listamaðurinn og grínistinn Hugleikur Dagsson segist ætla að breyta Bessastöðum í boltaland þegar hann verður forseti. Þetta segir Hugleikur í bakþönkum Fréttablaðsins í dag.

„Er of seint að sækja um að vera forseti? Hér er það sem ég ætla að gera þegar ég verð forseti.
Ég ætla að breyta Bessastöðum í boltaland. Það er óréttlátt að bara börn mega leika sér í boltalandinu í Ikea. Boltalandið í Bessastöðum verður fyrir fullorðna. Eða réttara sagt fullorðinn. Sumsé bara mig,“ segir Hugleikur í pistlinum, en óhætt er að segja að forsetaembættið muni taka nokkrum breytingum verði grínistanum að ósk sinni.

Hann segist ekki ætla að hitta aðra þjóðarleiðtoga enda hafi hann ekkert við þá að segja.

„Þetta eru oftast einhverjir karlar í jakkafötum sem vilja bara tala um samskipti þjóða og svoleiðis. Svo er alltaf svo vandræðalegt þegar maður þarf að taka í höndina á þeim fyrir framan her af ljósmyndurum. Maður þarf að halda í höndina á þeim ónáttúrulega lengi svo að allir nái örugglega góðri mynd. Með stirð bros og sveitta lófa. En ef þeir nenna að kíkja í boltaland með mér þá skal ég gera undantekningu á bara-ég-má-vera-í-boltalandi-reglunni. Þú veist, til að styrkja samskipti þjóða,“ segir hann.

Hugleikur bætir við að laun forseta séu allt of há, 1,3 milljónir samkvæmt Google. Þess má þó geta að laun forseta eru töluvert hærri en þetta, eða um 2,3 milljónir króna.

Ég skal taka 300 þúsund sem mér finnst réttlát greiðsla fyrir að þurfa að tala við aðra þjóðarleiðtoga

„Ég skal taka 300 þúsund sem mér finnst réttlát greiðsla fyrir að þurfa að tala við aðra þjóðarleiðtoga (án boltalands myndi ég smyrja nokkrum hundraðþúsundköllum oná). Svo gef ég milljónina sem er eftir í einhvern góðgerðasjóð. Hlýt að fá einhver læk fyrir það. Einn mánuðinn milljón í Kattholt og næsta mánuð milljón í… ég veit það ekki. Nýsköpunarsjóð töframanna eða eitthvað,“ segir Hugleikur sem stingur svo upp á því að endurvekja eitt helsta „menningarverðmæti“ Íslendinga, þýðingar á bíómyndatitlum.

„Muniði þegar Lethal Weapon hét Tveir á toppnum? Eða þegar Loaded Weapon (sem var svona grín af Lethal Weapon) hét Tveir ýktir? Muniði þegar allir sögðu „ýkt“? Og þegar Trainspotting hét Trufluð tilvera? Og þegar South Park myndin hét líka Trufluð tilvera? Ég vil fá þetta aftur. Ég er til í þetta. Hvar sækir maður um?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum

Nýjar myndir af stórstjörnunni valda miklum áhyggjum
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“

Valentína Hrefnudóttir: „Það versta sem gat gerst var að ég myndi prufa þetta og hata þetta“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024