fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fréttir

Úr skralli í sóttkví: „Það eru mannlegu mistökin sem oft verða okkur að tímabundnu falli”

Svarthöfði
Laugardaginn 7. mars 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heimurinn eins og við þekkjum hann er umkringdur veirum, viðbjóði og pestum – þó að ekki séu allar smitandi. Einhverjir myndu jafnvel færa rök fyrir því að mannkynið sjálft sé veira á yfirborði jarðar en Svarthöfði er ekki alveg sjálfur kominn í þann stíl þúsaldarhippa. COVID-smit hefur þó í það minnsta fengið okkur undanfarið til að hugsa um annað en ófærð, verkföll og jarðskjálfta, en nú eru þrjú korter í að mörg samfélög fari alveg á hliðina. Við erum enn í marsmánuði! Hvað næst?

Svarthöfði hallast reyndar að orðunum „sælla er að gefa en þiggja“ þegar kemur að bakteríum, þar sem í fyrra tilfellinu er alltaf smuga að maður hafi val varðandi þá sénsa sem viðkomandi tekur, til dæmis með ferðir út í búð, matarboð, árshátíðir (eða ekki) eða svo mikið sem snerta hurðarhúninn á heimablokkinni.

Þarna hefði Svarthöfði átt að fylgja innsæinu, skynseminni og leyfa sóðasumblinu fyrir nokkrum helgum ekki að enda í eftirteiti í stofunni, með tveimur ítölskum ferðamönnum, skulum við segja í bráðsmitandi partístuði. Skemmst er að segja frá því að Höfðinn var fljótt orðinn grímu- og hömlulaus þegar rétta stuðlagið var komið í spilun að frumkvæði ferðamannanna.

Þurftu þá endilega að koma í ljós allar þessar fréttir af veirunni hérlendis og tilheyrandi tilskipunum um bann við samkvæmum og kossaflensi. Þarna klikkaði Svarthöfði stórlega og hefði frekar átt að sitja heklandi undir huggulegum lampa með góða hljóðbók í gangi í stað þess að tapa sér of mikið í þessum Daðafögnuði. Lagið hans hlýtur að hafa spilast í kringum fjórtán sinnum þetta kvöld. Þetta fékk mig til að hugsa um hina og þessa hluti.

Nú situr Svarthöfði í sóttkví, síhóstandi í þungu grímuna, með enga hljóðbók eða settið til að prjóna með. Svarthöfði gengur alla daga í lokuðum galla, innilokaður í höll sinni, í baði fimm sinnum á dag og vanalega með hjálminn á kollinum, með nokkrum undantekningum. Það eru mannlegu mistökin sem oft verða okkur að tímabundnu falli. Við skulum í það minnsta reyna að forðast það að skapa ofsa ef einhver hnerrar framan í okkur. Sumir láta ekkert stoppa sig og gæla við mannlífið en aðrir taka enga áhættu.

Það er þó sama hvoru megin þú tjúttar í kringum veirufaraldurinn og volæðið í kringum hann, þú endar í tímabundinni einangrun. Við stöndum þó öll vonandi saman í hvaða rússíbana sem við upplifum, skyldi svo verða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Í gær

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars

Björn Valur líkir ferð Sigmundar Davíðs í VMA við æluferð Ásmundar Einars