fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Ferðaþjónustan hlýtur undanþágu Samkeppniseftirlitsins vegna Covid-19 – Samráð leyft tímabundið

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 13:41

Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samtök ferðaþjónustunnar (SAF) munu fá undanþágu frá banni við samkeppnishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til að bregðast við COVID-19 veirunni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu:

„Í gær barst Samkeppniseftirlitinu erindi frá Samtökum í ferðaþjónustu (SAF) þar sem óskað var eftir undanþágu frá banni við samkeppnishindrandi aðgerðum og samráði fyrirtækja, til þess að samtökin gætu auðveldar ferðaþjónustuaðilum að bregðast við breyttum aðstæðum vegna COVID-19.

Samkeppniseftirlitið hefur með ákvörðun sinni í dag veitt SAF umbeðna undanþágu, sem gerir þeim betur kleift grípa til aðgerða sem ætlað er að verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu. Meðal annars gerir þetta SAF kleift að standa fyrir umfjöllun um leiðir til að auðvelda viðskiptavinum aðildarfyrirtækja að taka ákvarðanir um kaup á ferðaþjónustu og auka svigrúm viðskiptavina til að bregðast við áhættu af útbreiðslu COVID-19 og annarri þróun sem henni tengist. Undanþágan er veitt með nánar tilgreindum skilyrðum. Ákvörðun nr. 9/2020 er aðgengileg hér. „

Vinnur gegn samdrætti í ferðaþjónustu

Þá segir Samkeppniseftirlitið að í þessu felist einnig tækifæri til að vinna gegn samdrætti í ferðaþjónustu sem COVID-19 veiran gæti valdið:

Í erindi SAF er gerð glögg grein fyrir þeim erfiðleikum sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir vegna COVID-19. Jafnframt eru færð fyrir því rök að nauðsynlegt sé að finna leiðir til þess að auðvelda ferðamönnum skipulagningu ferða í ljósi yfirstandandi óvissu. Í því felist tækifæri til að vinna gegn þeim samdrætti sem ella yrði. Sömuleiðis er í erindinu gerð skýr grein fyrir því að samtökin hafi ekki í hyggju að draga með nokkrum hætti úr möguleikum aðildarfyrirtækja til sjálfstæðra viðskiptaákvarðana eða samkeppni sín á milli og að tryggt verði að ekki verði fjallað um verðlagningu í ferðaþjónustu. Þá ber erindið með sér að um afmarkaðar og tímabundnar aðgerðir er að ræða sem ætlað er verja eða auka eftirspurn eftir íslenskri ferðaþjónustu þegar umrædd vá steðjar að.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna