fbpx
Föstudagur 04.apríl 2025
Eyjan

Kári þvertekur fyrir þrálátan orðróm – „Reikna ekki með því að enda í þannig drasli úr þessu“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 14:30

Kári Stefánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hyggst ekki fara í framboð fyrir Sósíalistaflokk Íslands fyrir næstu Alþingiskosningar, líkt og orðrómur hefur verið uppi um undanfarið.

Þetta staðfestir Kári í svari við fyrirspurn Eyjunnar:

„Ég hef aldrei verið í stjórnmálaflokki og reikna ekki með því að enda í þannig drasli úr þessu,“

sagði Kári. Hann nefndi jafnframt að ekki hafi verið leitað til sín um framboð.

Er ekki að hætta

Kári segist heldur ekki á þeim buxum að setjast í helgan stein, en hann verður 71 árs í apríl:

„Ég hef margoft sagt við vini mína, ´im not gonna retire, im gonna die´. Mér finnst það ekki aðlaðandi hugmynd að hætta að vinna og meðan það er þörf fyrir mig, meðan menn vilja hafa mig í vinnu og svo lengi sem ég held starfsorku, þá mun ég halda áfram,“

sagði Kári við Eyjuna.

Ekki í hópi hinna kúguðu

Gunnar Smári Egilsson, stofnandi Sósíalistaflokks Íslands staðfesti við Eyjuna að ekki hefði verið leitað til Kára um framboð, enda undirbúningurinn ekki kominn á það stig ennþá.

Aðspurður hvort Kári væri draumaframbjóðandi flokksins, sagðist Gunnar ekki svo viss:

„Veit ekki, síðast buðum við fram lista hinna kúguðu, hann er ekki beint í þeim hópi,“

sagði Gunnar, en Kári er gjarnan ofarlega á lista þegar kemur að launahæstu forstjórum landsins.

Harður vinstri maður

Kári hefur látið mikið að sér kveða á ritvellinum og í fjölmiðlum að undanförnu um samfélagsmál. Hann sagði í viðtali á Sprengisandi árið 2015 að hann hefði alla tíð verið sósíalisti, þó svo að hugtakið væri orðið útþynnt á vorum tímum:

„Ég veit ekki hvað það þýðir leng­ur. Ég tel að verðmæta­sköp­un eigi að vera í hönd­um einkaaðila, ríkið á ekki að vera í mikl­um rekstri. Ríkið á þó að sjá um margt, meðal ann­ars heil­brigðis­kerfið, al­menn­ings­sam­göng­ur og fleira,“

sagði Kári þá.

Hann hefur verið gagnrýninn á rekstur heilbrigðiskerfisins og safnaði tæplega 87 þúsund undirskriftum árið 2016 sem hann afhenti þáverandi forsætisráðherra til að krefjast þess að Alþingi skyldi verja 11% vergrar landsframleiðslu í heilbrigðismál, en hlutfallið er 8.3% núna.

Þá er hann andvígur hverskyns hugmyndum hægri manna um að auka aðgengi almennings að áfengi, hvar hann og Gunnar Smári eru einnig skoðanabræður, en Gunnar Smári er fyrrverandi formaður SÁÁ.

Þá styrkti Kári sósíalistaflokkinn um 250 þúsund krónur árið 2018.

Undirbúningur á byrjunarstigi

Sósíalistaflokkur Íslands samþykkti í janúar að fela kjörstjórn flokksins að skipa kosningastjórn hið fyrsta til að undirbúa framboð flokksins til næstu Alþingiskosninga.

Gunnar Smári hefur sjálfur ekki útilokað að gefa kost á sér, en segir að enn sé allt of snemmt að spá í framboðslistum, verið sé að byggja upp innra starf flokksins og enn sé langt í slíkar vangaveltur.

Sósíalistaflokkur Íslands var stofnaður þann 1. maí 2017. Flokkurinn bauð ekki fram í Alþingiskosningum það ár, en náði inn einum fulltrúa í sveitarstjórnarkosningunum árið 2018, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur en flokkurinn fékk þar 6.4% atkvæða, eða 3.758 atkvæði.

Til samanburðar má nefna að Vinstri grænir fengu aðeins 4.6% atkvæða, eða alls 2.700 atkvæði, sem dugði fyrir einum fulltrúa, Líf Magneudóttur, sem hélst áfram í meirihlutasamstarfi við Samfylkingu og Pírata, auk viðbótar frá Viðreisn.

Sósíalistaflokkurinn hefur fengið nokkurn byr í könnunum undanfarið og mælst reglulega yfir 5% markinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins

Ber mál Le Pen saman við mál Flokks fólksins
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun

Logi Einarsson: Gerum eins og Apple gerir – samþættum tækniþróun og hönnun
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?

Trump fagnaði og sagði að áætlun hans væri að ganga upp – Setja Kínverjar honum stólinn fyrir dyrnar?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið

Orðið á götunni: Þú kaupir af Guðbjörgu í hverri viku – umframhagnaður sægreifa fer í að kaupa upp atvinnulífið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi

Óttar Guðmundsson skrifar: Gísli, Eiríkur og Helgi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“

Bæjarstjóri harðlega gagnrýnd og kölluð einræðisherra – „Ég held að það sé leitun að eins ómerkilegri manneskju og Ásdísi Kristjánsdóttur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“

Framsóknarmenn sárir og svekktir á Alþingi – „Vera ekki að hreykja sér af verkum annarra“
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna

Þorsteinn Pálsson skrifar: Boðflennur, fullveldi og fjölþjóðasamvinna