Sif Atladóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad í Svíþjóð verður ekki meira með á þessu ári.
Sif er ófrísk af sínu öðru barni og þarf að taka sér frí frá fótboltanum. ,,2020 knattspyrnuárið verður tekið á hliðarlínunni,“ skrifar Sif á Twitter.
Sif hefur spilað yfir 80 A-landsleiki og reynst liðinu afar vel síðustu ár.
Sif á fyrir eitt barn sem hún eignaðist árið 2015 en hún gekk í raðir Kristianstad árið 2011.
Ljóst er að íslenska landsliðið mun sakna þess að hafa ekki Sif í sínnum röðum enda einn af leiðtogum liðsins.