fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Ólína er uggandi vegna aðgerða stjórnvalda – „Er þetta eitthvert grín? Eigum við að trúa þessu?“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 10:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið afar gagnrýnin á aðgerðir stjórnvalda vegna COVID-19 veirunnar hér á landi.

Í fyrradag var greint frá því að ferðamenn frá skilgreindum hættusvæðum þyrftu ekki að fara í sóttkví hér á landi sem Ólína sagði með ólíkindum:

„Er þetta eitthvert grín? Eigum við að trúa þessu? „Varla gerlegt“ segir sóttvarnarlæknir og þess vegna „ómarkviss“ aðgerð!? Á sama tíma er almenningur hvattur til að sýna „samfélagslega ábyrgð“!? Þetta hlýtur að vera grín,“

sagði Ólína og nefndi að ferðamenn frá hættusvæðum fái að fara inn á veitingahús, í verslanir og megi vera allsstaðar í almannarýminu, meðan íslenskir ríkisborgarar sem komi frá sömu svæðum séu sendir í sóttkví:

„Hvaða VÍSINDI liggja að baki svona ráðaleysi? Hvaða heilvita manni dettur það í hug að hægt sé að fara hálfa leið í þessu?“

Skuggalega hátt smithlutfall

Ólína segir að í ljósi fyrirliggjandi tölfræði, þó hljóti að þurfa að spýta í lófana og bretta upp ermarnar:

„Nú hafa 250 sýni verið tekin samkvæmt fréttum dagsins og 16 manns hafa greinst með veiruna á Íslandi. Fimmtánda hvert sýni hefur reynst smitað sem lætur nærri að vera 7%.Miðað við mannfjölda er smithlutfallið nú, á fyrstu viku sóttarinnar hér á landi, 1/22000. Það er skuggalega hátt. Er þá kannski tímabært að herða aðgerðirnar kæru stjórnvöld? Til dæmis með því að snúa við þeim erlendu ferðamönnum sem koma frá áhættusvæðum auk þess að setja Íslendinga sem þaðan koma í sóttkví, svo ekki sé nú farið fram á meira,“

segir Ólína og leggur til eftirfarandi:

„Samkomubann, hlífðargrímur í almenningsrýminu væri kannski ekki úr vegi heldur í svona 2-3 vikur.“

Óvirðing og léttúð

Ólína er ósátt við orðræðuna um COVID-19 veiruna og telur hana ekki vera á nægilega alvarlegu plani:

„Svo hefur mér fundist full mikil léttúð yfir því tali — sem virðist eiga að róa fólk — að sóttin leggist „bara“ á gamalt fólk og fólk með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekkert „bara“ á bak við tölurnar. Allir yfir sextugu hafa ástæðu til að óttast og undirliggjandi sjúkdómar hrjá fleiri en fólk almennt gerir sér grein fyrir. Á vinnumarkaði er umtalsverður hópur með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki virðing að tala eins og þessir hópar Íslendinga sé sjálfsagður fórnarkostnaður. Á þetta hafa fleiri bent og ég tek undir það hér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna