fbpx
Sunnudagur 29.desember 2024
Eyjan

Þetta eru kröfur Sólveigar fyrir fundinn með Degi – „Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 4. mars 2020 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur samþykkt boð Dags B. Eggertssonar um fund sem hann lagði til í gær. Því fylgja þó tvö skilyrði, að hann birti opinberlega tilboð Reykjavíkurborgar frá 19. febrúar og mæti fulltrúa Eflingar í viðtali.

Hún skrifar eftirfarandi til Dags á Facebook í dag:

„Sæll Dagur. Það er erfitt að skilja hvers vegna þú vilt ekki ganga til samkomulags. Ég er að sjálfsögðu tilbúin að hitta þig á fundi eins og þú leggur til, en með tveimur skilyrðum:

Í fyrsta lagi að þú birtir opinberlega það tilboð (glærurnar) sem samninganefnd minni var kynnt á samningafundi 19. febrúar, daginn sem þú mættir í Kastljóssviðtalið, þannig að allir geti borið tilboðið saman við ummæli þín í Kastljósinu.

Í öðru lagi að þú fallist á að mæta mér eða öðrum fulltrúa Eflingar í setti í útvarps- eða sjónvarpsviðtali áður en vikan er úti.

Ef þú fellst á þetta þá skal ég koma og hitta þig til fundar á hvaða tíma sem hentar þér.

Kveðja, Sólveig Anna Jónsdóttir“

Vill sjá Kastljóstilboðið

Sem kunnugt er þá lagði borgarstjóri fram tilboð í Kastljósi fyrir skemmstu sem Efling segir að hafi aldrei borist inn á borð samninganefndarinnar. Í gær bauðst síðan Efling til þess að fara í verkfallshlé ef Kastljós-tilboð Dags yrði staðfest opinberlega, en verkfall Eflingar hefur staðið yfir síðan 17. febrúar.

Í kjölfarið bauð Dagur Eflingu á fund og sagðist standa við tilboðið:

„Ég fagna því að Efling opni á að fresta verk­föllum. Ég stend að sjálf­sögðu við allt sem ég sagði í Kast­ljósi á sínum tíma en það er ekki gagn­legt þegar reynt er að að snúa út úr þeim yfir­lýsingum eða standa í skeyta­sendingum í fjöl­miðlum til að leysa kjara­deilur. Gott til­boð borgarinnar um að hækka laun Eflingar­fólks hjá borginni liggur fyrir, með sér­stakri á­herslu á að bæta lægstu laun og kjör kvenna­stétta. Til­boðið er á grunni lífs­kjara­samninganna, með lengingu or­lofs og út­færslu á styttingu vinnu­vikunnar. Í stað þess að standa í frekari skeyta­sendingum í fjöl­miðlum vil ég bjóða Sól­veigu Önnu for­mann Eflingar til fundar til að ræða hina erfiðu stöðu við­ræðna og hvar ber á milli aðila,“

skrifaði Dagur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs

Bæjarstjóri Kópavogs vill afnema sérréttindi opinberra starfsmanna – Vísar í umdeilda úttekt Viðskiptaráðs
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Kosning um framhaldviðræður við ESB verði vorið 2025!
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Íslensk verslun óttast að dragast aftur úr í samkeppni við erlenda ef hún færi ekki að selja áfengi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna

Framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu: Ekki sama hver flytur inn vöruna