„Mitt líf var bara algjörlega komið í þrot. Ég var orðinn tveggja barna faðir og var búinn að klúðra því. Það var eitthvað sem ég hafði aldrei séð fyrir, segir Magnús Stefánsson fræðslufulltrúi og trommari en hann fagnaði nýlega 20 ára edrúafmæli. Magnús gerði garðinn frægann á níunda og tíunda áratugnum sem trommari EGÓ, Utangarðsmanna og Stjórnarinnar en hefur undanfarin 18 ár sinnt öflugu forvarnarstarfi fyrir íslensk ungmenni og heimsótt tugi grunn- og framhaldsskóla og miðlað af reynslu sinni.
Í samtali við útvarpsþáttinn Harmageddon rifjaði Magnús upp átakanlegt atvik sem átti sér stað nokkrum mánuðum eftir að hann kom úr meðferð. Var hann að eigin sögn „ennþá snargeðveikur í hausnum“
Magnús segir kannabisneyslu hafa verið „partur af prógrammet“ á þeim tíma þegar hann kom fram með Utangarðsmönnum á nítunda áratugnum. Að lokum var hann kominn á botninn; hann lokaði sig að eigin sögn inni, reykti og forðaðist samfélagið.
Segir hann skömmina yfir því að vera kominn í þessa stöðu hafa verið mikla. Þá rifjar hann upp aðdraganda þess að hann fór í meðferð á Vogi en þá hafði hann farið í steggjaveislu hjá félaga sínum og tók þá við tveggja daga fyllerí. Eftir að hafa reykt kannabis ofan í lyfseðlisskyld lyf fór Magnús að eigin sögn í „blackout“ og endaði á því að fá stífkrampa. Var hann að lokum sóttur með sjúkrabíl og sprautaður niður. Hann upplifði að eigin sögn stórkostlega hluti á Vogi og segir það hafa verið æðislegt að hitta fólk sem var að ganga í gegnum það sama og hann sjálfur, eftir að hafa verið einangraður árum saman.
Forvarnir lífstarf Magnúsar
Magnús hefur sem fyrr segir sinnt forvarnarfræðslu fyrir ungmenni síðustu 16 áren hann segir markmið sitt vera að útrýma vímuefnaneyslu hjá börnum og unglinum. Hann rekur núna Forvarnfræðslu Magga Stef.
„Þegar ég tala um forvarnir þá er það bara gagnvart krökkum og unglingum, mér alveg sama hvað fullorðið fólk gerir,“ segir Magnús en hann kveðst þó ekki vera á móti kannabisplöntunni, andsætt við það sem margir halda.
„Ég er mjög fylgjandi fullt af efnum í kannabisplöntunni sem geta möglega verið holl og góð. Það er bara eitt efni sem ég hef eitthvað út á að setja og það er vímugjafinn THC,“ segir hann og bætir við að fjölmörg efni í plöntunni muni hugsanlega sanna sig sem einhvers konar lyf á næstu árum.
Varðandi umræðuna um lögleiðingu kannabiss segir Magnús alla umræðu senda einhvers konar skringileg skilaboð til ungmenna.
„Þess vegna er í raun best að taka ákvörðun af eða á og hætta svo umræðunni,“ segir hann en hann telur jafnframt að þeir einstaklingar sem vilji lögleiða vímugjafa ættu jafnframt að gera sér far um að styrkja forarnastarf gagnvart unglingum.
Þá segir Magnús að til að útrýma neyslu hjá ungmennum þurfi samfélagslegt átak. Bendir hann á að foreldrar eru fyrirmyndirnar, númer eitt, tvö og þrjú og samvera foreldra barna skipti miklu máli.
„Sérstaklega þarf það að byggjast upp á vitneskju foreldra. Það þarf að byrja að vinna með yngri foreldrum sem eru með meiri aðgang að börnunum sínum, þannig að það sé hægt að hanna skilaboðin sem við erum að senda börnunum okkar.“