fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Pressan
Þriðjudaginn 30. apríl 2024 04:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hefur þú farið á stefnumót sem var svo slæmt að það verður lengi í minnum haft? Eða verið á slæmu stefnumóti sem þú gast engan veginn losnað í burtu frá? Ef svo er þá kemst það samt sem áður líklegast ekki nærri því að vera jafn slæmt og stefnumótið sem Bretinn Liam Smyth fór á. Það endaði svo illa að hann neyddisttil að efna til fjársöfnunar til að geta gert við skemmdirnar sem urðu á heimili hans þetta kvöld.

Þetta hófst allt saman þegar Liam fann stúlku á Tinder og fór út að borða með henni. Þau áttu gott kvöld saman að hans sögn og nutu félagsskapar hvors annars í botn. Að máltíðinni lokinni fóru þau saman heim til hans til að drekka smá vín og horfa á heimildarmynd um Vísindakirkjuna.

Allt gekk þetta vel að hans sögn þar til stúlkan þurfti að fara á klósettið. Eftir töluverðan tíma kom hún aftur fram með „örvæntingarglampa“ í augum og neyðarlega sögu.

„Ég fór á klósettið til að gera númer tvö, sagði hún við mig. Hann vildi ekki sturtast niður. Ég veit ekki af hverju ég gerði þetta en ég fylltist örvæntingu. Ég teygði mig niður í klósettið og tók kúkinn, pakkaði honum inn í klósettpappír og henti út um gluggann.“

Skrifaði Liam um atburði kvöldsins. Ekki er annað að sjá af skrifum hans en að hann sé mjög umburðarlyndur maður því hann tók þessu að eigin sögn vel og fór með stúlkunni út í garðinn til að sækja kúkinn og síðan ætluðu þau að láta sem þetta hefði aldrei gerst. En auðvitað gekk það ekki eftir.

Þau fundu ekki kúkinn og áttuðu sig fljótlega á ástæðunni. Glugginn á baðherbergi Liam opnast nefnilega bara smávegis efst. Aftan við gluggann er síðan annar gluggi sem ekki er hægt að opna. Þannig að stúlkan hafði ekki getað hent kúknum út og hann hafði því lent á milli glugganna tveggja. Þar beið hans ekki annað en að liggja vikum saman og gefa frá sér slæma lykt.

Liam taldi best að brjóta gluggann en stúlkan var með „betri“ hugmynd. Hún stundar fimleika og taldi því að hún gæti auðveldlega troðið sér á milli glugganna tveggja og sótt kúkinn. Það gerði hún síðan.

„Hún skreið þarna niður með höfuðið á undan, teygði sig eftir kúknum sínum, tók hann upp og henti yfir gluggakistuna og ofan í klósettið. Hún bað mig síðan um hjálp við að komast upp aftur. Ég greip um mittið á henni og togaði en hún sat föst, alveg föst. Það var alveg sama hvað við reyndum, ég gat ekki losað hana.“

Það var því ekki annað til ráða en að hringja í slökkviliðið og biðja um aðstoð. Slökkviliðsmennirnir brutu gluggann og björguðu stúlkunni. Það er einmitt viðgerð á glugganum sem Liam þurfti að safna fyrir en hún kostaði sem svarar til um 40.000 íslenskra króna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt