Daði og Gagnamagnið voru í gær valin sem fulltrúar Íslands í Eurovisionkeppninni sem haldin verður í Rotterdam í maí. Um þessar mundir eiga þó nokkrar þjóðir eftir að velja sína fulltrúa en engu að síður er gaman að fylgjast með veðbönkunum til að fá hugmynd um mögulegt gengi okkar í keppninni. Þegar grein þessi er skrifuð er Íslandi spáð 9. sæti af veðbankasíðunni Eurovisionodds. Þegar blaðamaður forvitnaðist um stöðuna í gærkvöldi skömmu eftir að úrslit kvöldsins lágu fyrir var Ísland komið í 11. sæti.
Íslendingar mega því sem stendur vera vongóðir, sem stendur, um að komast upp úr undanriðlinum.
Sem áður eru bæði Svíþjóð og Rússlandi spáð frábæru gengi, þrátt fyrir að hvorugt land hafi valið sinn fulltrúa. En sögulega gengur þessum tveimur þjóðum að jafnaði vel í keppninni. Sem stendur vermir Litháen efsta sætið, en það þykja tíðindi því besti árangur Litháen til þessa var 6. sætið árið 2006 og komust þeir ekki upp úr undanriðlinum á síðasta ári.