fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025

Merkilegt efni í fátæklegum búningi

Kolbrún Bergþórsdóttir
Föstudaginn 8. september 2017 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hvort ræður meiru, áhugavert efni eða sterk efnistök, um það hvort hvort bók er vel eða illa heppnuð? Í skáldskap skiptir úrvinnslan líklega meira máli. Frábærir stílistar geta skrifað skemmtilega um „ekki neitt“. Þó er til lítils að stíla vel ef maður hefur ekkert að segja og því getur bók aldrei verið mjög góð ef hún miðlar ekki áhugaverðu efni. Að sama skapi fara merkar örlagasögur fyrir lítið ef þær eru illa stílaðar.

Þetta nefni ég vegna þess að Með lífið að veði, saga Yeonmi Park, er dæmi um bók þar sem einstakur efniviður hefur ekki fengið þann búning sem hann verðskuldar. Hún leiðir strax í byrjun hugann að bókinni Engan þarf að öfunda sem kom út hér á landi fyrir nokkrum árum og veitir, rétt eins og þessi bók, einstaka innsýn í lífið í hinu furðulega alræðisríki Norður-Kóreu, þar sem kúgunin á borgurunum nær ekki bara til athafna þeirra og skoðana heldur líka tilfinninganna. Sú bók er eftir blaðamanninn Barböru Demick og byggir á viðtölum við sex flóttamenn frá Norður-Kóreu. Í Engan þarf að öfunda eru dregnar upp ógleymanlegar myndir af lífinu í Norður-Kóreu, daglegu lífi fólks, sjúklegri leiðtogadýrkun, ólýsanlegri hungursneyð sem geisaði í landinu í kringum síðustu aldamót, rafmagnsleysinu og allsleysinu, skoðanakúguninni og mörgu því sem gerir Norður-Kóreu að súrrealísku ríki í samanburði við flest önnur samfélög. Allt þetta birtist á síðum þessarar bókar en ekki með eins eftirminnilegum hætti vegna þess að þessi bók er ekki eins vel skrifuð. Hefur hún þó enn merkilegra efni að geyma en Engan þarf að öfunda því hér er að auki lýst flótta til Kína, hlutskipti norðurkóreskra flóttamanna í Kína sem flestir verða þolendur mansals, sem og flótta til Suður-Kóreu og hvernig gengur að aðlagast lífinu í lýðræðisríki eftir að hafa búið í alla ævi í alræðisríki sem gegnsýrt er lygi.

Þegar Yeonmi Park, sem hér segir sögu sína, kom til Suður-Kóreu, voru margvísleg hugtök sem okkur þykir sjálfstæð henni framandi. Þegar hún var spurð hver væri uppáhaldsliturinn hennar hafði hún ekki hugmynd um hverju hún gæti svarað. Þegar hún var spurð álits á einhverju hafði hún í fyrstu ekkert fram að færa vegna þess að alla ævi hafði henni verið innrætt að hafa ekki skoðanir.

Viðkvæðið að raunveruleikinn sé ótrúlegri en nokkur skáldskapur á hér afar vel við. Saga Yeonmi Park lýsir gífurlegum mannraunum, takmarkalausri illsku ómanneskjulegs kerfis en jafnframt mannlegri reisn, samheldni og þrautseigju við óbærilegar aðstæður. Bókin geymir margar ótrúlegar, sannar frásagnir.

Gallinn er hins vegar sá að þetta einstæða efni hefði þurft miklu betri búning en þennan texta. Yeonmi Park skrifar þessa sögu í samvinnu við Maryanne Vollers, blaðamann og höfund vinsælla draugasagna. Annaðhvort hefur hin unga Yeonmi Park, sem er ekki rithöfundur, verið of ráðrík við textagerðina eða Vollers veldur ekki því hlutverki að færa svo áhrifamikla og óviðjafnanlega sögu í viðeigandi búning. Textinn er tilþrifalítill, blátt áfram og þurr. Sagt er frá skelfilegum mannraunum á tilfinningasnauðan og jafnvel flatneskjulegan hátt. Efni sem kallar á lifandi stíl og áhrifaríkar orðmyndir er afgreitt með þurri frásögn. Mjög skortir á lifandi sviðsetningar af atvikum sem lesendur geta gleymt sér í.

Bókin er um 270 blaðsíður en maður fær á tilfinninguna að Park sleppi fáu úr sögu sinni. Þetta er of mikið efni á of fáum blaðsíðum. Annaðhvort hefði þurft að sleppa einhverju og gera öðru betri skil eða hafa bókina miklu lengri. Umfram allt hefði bókin þurft að vera miklu betur skrifuð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni

Sofia var aðeins 24 klukkustunda gömul þegar henni var rænt af fæðingardeildinni
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Zaha búinn að skrifa undir

Zaha búinn að skrifa undir
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?

Hvað þýða nýjustu tíðindin fyrir Garnacho?
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna

Costco í hart við Olíudreifingu – Krefjast tugmilljóna króna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lánaður til nýliðanna

Lánaður til nýliðanna
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“

Diljá Mist leggur til að þetta verði bannað hér á landi – „Hvetja börnin sín áfram milli þess sem liðið gúffar í sig sérlega óhollum veitingum“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi

Morðið í Breiðholti – Stakk móður sína að minnsta kosti 22 sinnum með hnífi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör

Solskjær spurður út í tvo leikmenn United – Gaf skýr svör