fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Fókus

Uppskrift að harmleik

Kolbrún Bergþórsdóttir
Laugardaginn 23. september 2017 19:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ný persóna birtist í Poldark, geðug, hlédræg og heiðarleg. Það er Morwenna. Óblíð örlög virðast bíða hennar. Slepjulegur og á allan hátt ógeðfelldur karlhlunkur girnist hana. Langlíklegast er að hún verið neydd í hjónaband með honum og eigi eftir að þjást skelfilega. Hún elskar ungan og fallegan mann en aðstæður eru þannig að þeim virðist skapað að skilja.

Þetta er ekki gott ástand og skapar ákveðna vanlíðan hjá okkur aðdáendum Poldark-þáttanna. Við höfum þurft að horfa upp á ýmislegt sorglegt í þessum þáttum, eins og þegar Demelza missti barnið sitt. Svo sáum við hið nánast ófyrirgefanlega framhjáhald Ross með Elísabetu. Það tók okkur tíma að jafna okkur á þeim ósköpum. Nú virðumst við þurfa að horfa upp á skelfilega óhamingju hinnar saklausu og blíðlyndu Morwennu. Auðvitað getur svosem verið að allt fari vel, en varasamt er að treysta því. Hið illa karlverldi hefur nefnilega nánast öll völd í þessum þáttum. Einstaka kona rís upp og berst af þrjósku, eins og Demelza. Aðrar gefast upp eins og Elísabet, sem ég sé ekki betur en að sé lögst í dagdrykkju. Hún sést óeðlilega oft vansæl á svip með glas í hendi. Morwenna er enn líklegri til að gefast upp. Hún virðist algjörlega varnarlaus.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal

Skripo: Lífleg og vinsæl málverkasýning í Epal
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“

Dimmey Rós og kærastan hennar hafa orðið fyrir fordómum á Íslandi – „Stundum var fólk bara hlæjandi að benda“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Benóný eða Benjamín, hvor er það?

Benóný eða Benjamín, hvor er það?
Fókus
Fyrir 4 dögum

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall

Vinsælt kántríband mætir í Hörpu beint frá Royal Albert Hall
Fókus
Fyrir 5 dögum

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu

Pedro Pascal sýndi trans konum stuðning í afmælinu sínu
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“

Ólafur var milli lífs og dauða – Kom heim til að deyja en fann sig í að aðstoða aðra – „Stundum hafa komið dalir“