fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þessir eru í dómnefnd Söngvakeppninnar í ár

Fókus
Laugardaginn 29. febrúar 2020 19:23

Mynd/ Mummi Lú

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Úrslit Söngvakeppninnar 2020 ráðast í kvöld. Nú er tími til að skella eðlunni í ofninn og hella snakki í skál.

Mikið verður um dýrðir í Laugardalshöllinni og gerir RÚV ráð fyrir að um verði að ræða eina stærstu beinu útsendingu ársins.

Skemmtiatriði verða ekki af verri endanum en fulltrúar Íslands í Eurovision á síðasta ári, Hatari, munu stíga á stokk og norska hljómsveitin Keiino sem notu gífurlegrar velgengni í keppninni á síðsta ári.

Rúv hefur að auki boðað leynigest, en mikil leynd ríkir yfir þessu óvænta atriði. Því verður spennandi að horfa í kvöld.

Tvö lög verða valin áfram í fyrri kosningu kvöldsins til að taka þátt í svonefndu einvígi. Þá mun álit dómnefndar hafa helmings vægi á móti símakosningu. Dómnefndin er alþjóðleg og þetta árið er hún skipuð eftirfarandi aðilum:

Dómnefnd ársins skipa:

Ana M. Bordas 
Spánn
Yfirmaður alþjóðlegrar sjónvarpsframleiðslu hjá spænska ríkissjónvarpinu

Eirini Giannara 
Grikkland
Blaðamaður og fjölmiðlafulltrúi gríska ríkissjónvarpsins í Eurovision

Unnsteinn Manúel 
Ísland
Söngvari

Kleart Duraj 
Albanía
Verkefnastjóri Eurovision hjá albanska ríkissjónvarpinu

Klemens Hannigan 
Ísland
Tónlistarmaður

Alexandra Rotan 
Noregur
Söngkona í norsku hljómsveitinni Keiino

Regína Ósk Óskarsdóttir 
Ísland
Söngkona

Edward af Sillén 
Svíþjóð
Leikstjóri og handritshöfundur. Leikstýrði Eurovision keppnunum í Svíþjóð 2013 og 2016

Audrius Girzadas 
Litháen
Yfirframleiðandi litháeska ríkissjónvarpsins

Christina Schilling 
Danmörk
Lagahöfundur og söngkona

Keppnin hefst 19:45 og verður að sjálfsögðu í beinni útsendingu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“