fbpx
Laugardagur 23.nóvember 2024
Fókus

Þess vegna heimsóttu erlendir Eurovision-aðdáendur Alþingi í dag

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Föstudaginn 28. febrúar 2020 14:26

Laufey Helga Guðmundsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dagskrá Alþingis vakti athygli inn í Facebook-hópnum Júróvisjón 2020. Þar koma Eurovision-aðdáendur saman, spá í spilin og spjalla um keppnina.

Eins og fyrr segir kom dagskrá Alþingis upp í umræðu hópsins í dag, en samkvæmt henni áttu Eurovision-aðdáendur að koma í heimsókn.

Dagskrá Alþingis í dag.

„Bíddu bíddu! Stoppið prentvélarnar! Hér er skjáskot af dagskrá Alþingis! Hvað er um að ske?!“ Skrifar maður með færslunni.

Laufey Helga Guðmundsdóttir, sérstakur Eurovision-aðdáandi og stjórnarmeðlimur í FÁSES, félags áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, svaraði manninum. Hún sagði að um væri að ræða erlenda Eurovision-aðdáendur sem vildu fræðast um Alþingi.

Við ákváðum að heyra betur í Laufey Helgu og kanna málið.

„Í tilefni úrslitanna um helgina þá eru á landinu nokkrir útlendingar, vinir okkar og Eurovision-aðdáendur frá Þýskalandi, Noregi og Bretlandi,“ segir hún og bætir við að þeir hafa mikinn áhuga á þingum eins og því íslenska.

„Ég vinn á Alþingi og kannaði hvort það væri hægt að fá leiðsögn um húsið fyrir þá. Þeir eru þrír og við erum tvö. Það er vinnuregla að allar heimsóknir til þingsins og leiðsagnir um húsið eru skráðar í dagbókina og birtar á vefnum. Það er ástæðan fyrir því að þetta datt þarna inn,“ segir hún. „En það er gaman að fólk hafði gaman af þessu.“

Þýski vinur Laufeyjar Helgu, Konstantin, er plötusnúður og sérstakur Eurovision-plötusnúður. Daði og Gagnamagnið hafa notið mikilla vinsælda meðal Þjóðverja undanfarna daga og segir Laufey Helga að þessi Þjóðverji sé enginn undantekning, hann heldur með Daða.

Aðspurð með hverjum hún heldur segist Laufey ekki vilja taka neina afstöðu.

„Þetta eru mjög góð atriði, fjölbreytt og ólík. Ég hvet fólk til að kjósa á morgun og velja sitt lag og það er þannig sem besta niðurstaðan kemur í ljós. Ekki spá hvað mun virka úti eða neitt slíkt. Bara velja það sem manni finnst best það hefur allt virkað,“ segir hún en viðurkennir að það eru þrjú lög sem hún telur sigurstranglegri en önnur.

„Iva hefur verið mjög vinsæl meðal útlenskra Eurovision-sérfræðinga […] Daði er á mikilli siglingu og hefur verið í spilun í hollensku útvarpi, vinsæll í Þýskalandi og vakið athygli sænskra áhrifavalda, og svo á Dimma mjög sterkan aðdáendahóp hérna á Íslandi,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“

Sharon Osbourne dauðsér eftir Ozempic – „Þetta sýnir bara hætturnar við þessi lyf sem lofa árangri strax“
Fókus
Í gær

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“

Simmi Vill segir að þetta sé stærsta kjarabótin fyrir íslenskar fjölskyldur – „Nú verð ég kallaður karlrembupungur“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin

Segja atvikið í bardaganum sýna að úrslitin hafi verið fyrir fram ákveðin
Fókus
Fyrir 3 dögum

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 

Dómnefnd FKA skipuð fyrir árlega viðurkenningarhátíð 
Fókus
Fyrir 3 dögum

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi

Kynlífsóðu klámstjörnunni sparkað úr landi
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“

„Konur sem sætta sig við framkomu sem þær eiga ekki skilið eru kannski í samböndum sem þeim líður ekki vel í“