fbpx
Mánudagur 21.apríl 2025
Eyjan

Kostnaður Reykjavíkurborgar af ferðamönnum 8.3 milljarðar umfram tekjur – „Vel þess virði“

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 28. febrúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt ábatagreiningu starfshóps Reykjavíkurborgar um mótun ferðastefnu, voru tekjur borgarinnar af erlendum ferðamönnum 10,5 milljarðar króna árið 2018. Kostnaðurinn vegna ferðamanna nam hinsvegar 18,7 milljörðum, eða 8,3 milljörðum meira en tekjurnar.

Samkvæmt greiningunni var meðaleyðsla ferðamanna á sólarhring í Reykjavík árið 2018 37.693 krónur.

Þetta var kynnt fyrir borgarráði í gær og Fréttablaðið greinir frá.

Ríkið tekur allt

Þar segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður borgarráðs, að Reykjavíkurborg líti ekki á kostnaðinn umfram tekjurnar sem tap, en telur þó niðurstöðuna sláandi.

Hún segir jafnframt kostnaðinn vel þess virði:

„Við sem erum að reka sveitarfélögin vitum að við erum ekki að fá miklar tekjur af ferðamönnum. Þó svo að sveitarfélögin séu pakkfull af fólki þá renna litlar tekjur til sveitarfélaganna. Bæði virðisaukaskattur og gistináttagjald rennur til ríkisins. Samband sveitarfélaga hefur unnið að því að gistináttagjaldið fari til sveitarfélaganna og það er inni í ríkisstjórnarsáttmálanum en það virðist enginn vera að flýta sér og við viljum bara benda á það augljósa í þessu. Þó að þessi mikli kostnaður fylgi ferðaþjónustunni er hún vel þess virði en eðlilegra væri að sveitarfélagið fengi til sín stærri hlutdeild af tekjunum sem ferðamaðurinn býr til,“

segir Þórdís við Fréttablaðið.

Samkvæmt greiningunni teljast tekjurnar vera fasteignagjöld fyrirtækja, aðgangseyrir í sundlaugar og listasöfn og tekjur Höfuðborgarstofu. Óbeinar tekjur teljast útsvar og fasteignagjöld starfsmanna sem sinna ferðaþjónustu.

Rekstur Höfuðborgarstofu og styrkveitingar teljast sem beinn kostnaður, en óbeinn kostnaður telst kostnaður við grunnþjónustu starfsmanna sem bætast í borgina með fjölgun ferðamanna, til dæmis vegna leikskóla og skóla, að sögn Þórdísar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum

Thomas Möller skrifar: Lærum af Japönum
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik

Guðmundur Ingi Kristinsson: Eitt barn á bið er einu barni of mikið – getur snúist upp í fjölskylduharmleik
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist

Sigmundur Ernir skrifar: Útgerðin fer þangað sem henni sýnist
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi

Guðmundur Ingi Kristinsson: Samræmd próf eru tímaskekkja – fátækt má ekki hindra aðgang að námi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?

Þorsteinn Pálsson skrifar: Hvar á Ísland heima í tollastyrjöld?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða

Orðið á götunni: Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins er þríklofinn og engin samstaða
Eyjan
Fyrir 1 viku

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi

Lilja Solveig Kro, hagfræðingur hjá Arion banka: Við eigum ekki að framleiða bíla og avókadó á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni

Telur sægreifana ætla að ná yfirráðum yfir Stöð 2, Vísi og Bylgjunni