fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Árni er ekki sammála Áslaugu Örnu – Segir rétt barna vera mikilvægari en viðskiptasjónarmið

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra vill að bann við áfengisauglýsingum sé afnumið. Áslaug segir bannið ekki virka auk þess sem það mismuni íslenskum framleiðendum. RÚV greinir frá þessu.

Áslaug hefur nú þegar lagt fram drög að frumvarpi til að leyfa sölu á áfengi í vefverslunum hér á landi. Það er í dag leyfilegt að kaupa áfengi í gegnum erlendar vefverslanir. Þá er hægt að fá það sent heim að dyrum.

Því segir Áslaug að það sé fullt tilefni að endurskoða löggjöfina um áfengisauglýsingar. „Það er annað óréttlæti og ójafnræði sem íslenskir framleiðendur verða fyrir,“ segir hún. „Það er auðvitað þannig í dag að áfengisauglýsingar eru alls staðar hvort sem það er þegar við horfum á erlenda íþróttaleiki í sjónvarpi, þegar við flettum erlendum tímaritum eða erum á öllum þessum samfélagsmiðlum í dag, þannig að bannið er ekki að virka.“

Árni Guðmundsson, formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, virðist ekki vera sáttur með tilætlanir dómsmálaráðherrans en hann segir að réttur barna til að vera laus við áfengisáróður sé mikilvægari en viðskiptasjónarmið. Árni segir að auglýsingunum sé markvisst beint að börnum og ungmennum. Þá segir hann að það þurfi ekki að slaka á forvarnar- og lýðheilsusjónarmiðum þrátt fyrir að auglýsingar komi hingað til lands með nýjum leiðum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur