fbpx
Þriðjudagur 23.júlí 2024
Eyjan

Svandís semur um hjúkrunarheimili fyrir 60 íbúa í Reykjanesbæ

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 27. febrúar 2020 18:00

Svandís og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra og Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, undirrituðu í dag samning um nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili í Reykjanesbæ. Gert er ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023. Ákvörðun um að ráðast í þessa uppbyggingu er í samræmi við niðurstöður frumathugunar Framkvæmdasýslu ríkisins á liðnu ári, samkvæmt tilkynningu.

Fjölgun hjúkrunarrýma og stórbættur aðbúnaður

Nýbyggingin mun rísa við hlið núverandi hjúkrunarheimilis á Nesvöllum og verður samtengd því í samræmi við áherslur Reykjanesbæjar. Með tilkomu heimilisins fjölgar hjúkrunarrýmum í bæjarfélaginu um 30 en 30 rýmanna koma í stað þeirra rýma sem nú eru á Hlévangi. Hlévangi verður lokað enda aðstæður þar ekki lengur í samræmi við nútímakröfur til húsnæðis og aðbúnaðar á hjúkrunarheimilum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra: „Þetta er gleðidagur sem markar upphafið að stórri og mikilvægri framkvæmd fyrir íbúa á þessu svæði. Hjúkrunarrýmum fjölgar umtalsvert með þessari framkvæmd sem er mikilvægt. Þá er ekki síður gott til þess að vita að hér verður til aðstaða sem stenst kröfur um aðbúnað eins og best verður á kosið, bæði fyrir íbúa og starfsfólk.“

Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri: „Þetta er stórt skref í rétta átt fyrir okkur Suðurnesjamenn enda þörfin fyrir fleiri hjúkrunarrými á svæðinu brýn. Við mun nýta árið 2020 til undirbúnings framkvæmdinni svo sem að breyta skipulagi á svæðinu og fullhanna nýtt hjúkrunarheimili. Síðan er gert ráð fyrir að framkvæmdir hefist af fullum krafti á árinu 2021 og taki rúm tvö ár en samkomulagið gerir ráð fyrir að heimilið verði tekið í notkun um mitt ár 2023.“

Áætluð stærð nýja hjúkrunarheimilisins er um 3.900 fermetrar og áætlaður framkvæmdakostnaður er 2.435 milljónir króna. Samkvæmt samningnum sem undirritaður var í dag verður framkvæmdin á hendi sveitarfélagsins. Reykjanesbær annast fjármögnun framkvæmdakostnaðar en heilbrigðisráðuneytið greiðir sveitarfélaginu 85% kostnaðarins á árunum 2020–2023 í samræmi við framvindu verksins en sveitarfélagið greiðir 15% af framkvæmdakostnaði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna

Bandarísk stjórnmál: Biden vill koma böndum á Hæstarétt Bandaríkjanna
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“

Hildur hnyklar brýnnar í áframhaldandi ritdeilu – „Ég trúi varla að ég þurfi að rita enn eina grein­ina“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar

Þingflokksformaðurinn leiðréttir rangfærslu um Samfylkinguna og biðst afsökunar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði

Þorsteinn Pálsson: Þingmenn Sjálfstæðisflokksins skattleggja gamla fólkið fremur en að tryggja jafnræði allra á fjármálamarkaði
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur

Svarthöfði skrifar: Stígum skrefið til fulls og afnemum samkeppnina alls staðar – fyrir neytendur
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Fjölmargar þjóðir með meiri – miklu meiri – kaupmátt en við – það er von að Bjarni Ben sé ánægður og stoltur