Neytendastofa hefur kallað eftir upplýsingum og aðstoð vegna slysa sem hlutust af handblysum um áramótin. Grunur leikur á að blysin hafi verið gölluð.
Stöð 2 greindi frá því að sjö af þeim tíu sem urðu fyrir flugeldaslysum á nýársnótt hafi orðið fyrir meiðslum vegna handblysa. Neytendastofa óskar eftir frekari upplýsingum um slysin og óhöppin og hverrar gerðar blysin voru og hvar þau voru seld.