Hljómsveitin Nýdönsk fagnaði útgáfu hljómplötunnar Á plánetunni jörð á Hard Rock Café í gærkvöldi fyrir fullu húsi gesta.
Á plánetunni jörð er tíunda hljóðversplata Nýdanskrar. Upptökur fóru að hluta fram í Toronto Kanada, en viðbótarupptökur og hljóðblöndun fór fram á Íslandi.
Vanir menn Jón Ólafsson, Daníel Ágúst og Stefán Hjörleifsson eru þaulvanir því að koma fram.
Mynd: Mummi Lú
Vel sóttir útgáfutónleikar Vel var mætt á tónleikana.
Mynd: Mummi Lú
Upp á svið með pabba Lilja Constance, 8 ára, kíkti upp á svið til pabba síns.
Mynd: Mummi Lú
Nýdönsk fer óhefðbundnar leiðir að þessu sinni því strengjasveit er í burðarhlutverki. Haraldur V. Sveinbjörnsson sá um að skrifa út strengi og allir meðlimir Nýdanskrar leggja til efni á nýju plötunni.
Góður á gítarnum Stefán Hjörleifsson mundar gítarinn.
Mynd: Mummi Lú
Bláklæddur Björn Björn Jörundur söngvari er einn af stofnmeðlimum sveitarinnar.
Mynd: Mummi Lú
Hljómsveitin verður með tvenna tímamótatónleika í Eldborgarsal Hörpu 23. september.
Gáfu eiginhandaráritanir Aðdáendur vilja eiginhandaráritanir og Björn Jörundur er hér með pennann á lofti.
Mynd: Mummi Lú
Flott þrenna Vinirnir Kristján Kristjánsson, Símon Geir Þorsteinsson og Bjarni Jóhann Þórðarson kunnu að meta tónlist Nýdanskrar.
Mynd: Mummi Lú
Skemmtu sér konunglega Vignir Þór Stefánsson, Haraldur V. Sveinbjörnsson, Birgir Þórisson og Birna Björk Sigurgeirsdóttir skemmtu sér vel.
Mynd: Mummi Lú
Fullut hús Tónleikasalur Hard Rock var fullur af aðdáendum Nýdanskrar.
Mynd: Mummi Lú
Platan Á plánetunni jörð er á Spotify