fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Matur

Ketó baunasúpa: „Þessi huggar mig í stað kolvetnasprengjunnar“

Ketóhornið
Mánudaginn 24. febrúar 2020 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svona til að vera með í gleðinni á sprengidag fann ég upp þessa snilld í fyrra en ég dýrka baunasúpu og þessi huggar mig í stað kolvetnasprengjunnar. Í hana nota ég Daikon radísu, eða kínahreðku, sem er lág í kolvetnum og stútfull af næringu. Það er ekkert afgerandi bragð af henni þannig að hún er góður grunnur í súpu sem þessa.

Kínahreðka.

Ketó baunasúpa

Hráefni:

1 stór Daikon radísa
½ laukur
1 ½ grænmetisteningur
1 stór biti saltkjöt
½ tsk. túrmerik

Súpan ljúfa.

Aðferð:

Radísan og laukur skorin í teninga og sett í pott ásamt einum bita af saltkjöti og grænmetistening. Vatn sett yfir þannig hylji. Soðið saman í ca. klst. á lágum hita.
Þá er soðið sigtað frá og saltkjötsbitinn veiddur uppúr. Radísan og laukurinn maukuð með töfrasprota og síðan ca. 2 dl af soðinu bætt aftur út í, eða bara eins og þið viljið hafa súpuna þykka eða þunna. Ég vil mína frekar þykka. Þá er bara að brytja kjötið út í og bæta ½ grænmetistening við ef vill og leyfa að malla í smástund. Ég set líka ½ tsk. af túrmerik út í fyrir lit og ekki skaðar að túrmerik er gott fyrir mann.

Verði ykkur að góðu!

Endilega fylgið mér á Instagram þar sem ég dúndra reglulega inn uppskriftum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
28.01.2024

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti

Olympíuleikarnir í matreiðslu hefjast á laugardag – Íslenska kokkalandsliðið ætlar í verðlaunasæti
Matur
25.01.2024

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks

Eldabuskan breytir matarvenjum fólks
Matur
20.12.2023

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi

Grillaður hunangshjúpaður hestshaus með sinnepsfræjum, villihvítlauk og blóðbergi
Matur
07.12.2023

Hátíðarbakkinn

Hátíðarbakkinn
Matur
02.11.2023

B.L.T. með twisti

B.L.T. með twisti
Matur
01.11.2023

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli

BBQ kjúklingasalat með mangó, fetaosti og nachoskurli
Matur
29.10.2023

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu

Snúðahringur með hnetusmjörs- og Dumle karamellufyllingu