fbpx
Fimmtudagur 17.apríl 2025
Fókus

Þetta fá leikararnir í Friends borgað fyrir að koma saman aftur

Fókus
Sunnudaginn 23. febrúar 2020 09:30

Vinirnir njóta enn mikilla vinsælda.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loksins er búið að staðfesta að leikararnir í gamanþættinum sáluga Friends koma aftur saman fyrir einn þátt sem sýndur verður á sjónvarpsstöðinni HBO Max. Allir leikararnir, Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matthew Perry, David Schwimmer og Matt LeBlanc deildu fréttunum á samfélagsmiðlum fyrir helgi en þetta verður í fyrsta sinn síðan í lokaþætti Friends árið 2004 sem allir leikararnir koma fram saman í sjónvarpi.

https://www.instagram.com/p/B82FMKcBKHL/

Leikararnir fá væna summu fyrir að gera þáttinn eins og Variety segir frá. Þau fá að minnsta kosti 2,5 milljónir dollara hvor í sinn hlut, eða tæpar 320 milljónir króna. Fyrir einn þátt.

Samkvæmt heimildum Wall Street Journal bauðst leikurunum upphaflega 1 milljón dollara fyrir þáttinn, tæplega 130 milljónir króna. Það er upphæðin sem hver leikari fékk fyrir hvern þátt í síðustu tveimur þáttaröðunum af Friends. Hins vegar tóku leikararnir ekki þessu boði, en þekkt er að þau semja öll saman um kaup og kjör.

Þættirnir um vinina sex hófu göngu sína árið 1994 og gengu í tíu ár. Um er að ræða eina vinsælustu þætti fyrr og síðar og bíða aðdáendur með eftirvæntingu eftir endurkomu þeirra, þó aðeins sé um einn þátt að ræða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Óttar selur í Vesturbænum

Óttar selur í Vesturbænum
Fókus
Í gær

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast

„Ozempic fætur“ er nýjasta aukaverkunin sem stjörnurnar geta ekki forðast
Fókus
Fyrir 2 dögum

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“

Valli notaði stjórnsemi til að reyna að laga son sinn – „Endalaus óbein skilaboð um að ég elskaði hann ekki og að hann væri ekki nógu góður“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“

Háklassa vændiskona um dökku hliðar bransans – „Myndi aldrei mæla með starfinu“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“

Augnablikið sem Jóna Hrönn mun aldrei gleyma – „Þá ligg ég alveg flóandi í tárum“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við

Hvetur fólk til að hreinsa af vinalistanum – Þetta er fólkið sem þú ættir að losa þig við